Snæbjörn Jóhannsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Snæbjörn Jóhannsson.

Snæbjörn Jóhannsson kennari fæddist 22. júlí 1914 í Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi, Borg. og lést 1. janúar 2013.
Foreldrar hans voru Jóhann Símonarson bóndi, f. 25. júlí 1881, d. 28. febrúar 1969, og kona hans Þorkatla Gísladóttir húsfreyja, f. 30. maí 1878, d. 3. júní 1958.

Snæbjörn varð gagnfræðingur í Menntaskólanum á Akureyri 1934, stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1937, lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum (cand. mag.) í Háskóla Íslands 1944.
Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1944-1945, í Iðnskólanum og Verslunarskólanum í Rvk 1945-1946, í Vélskólanum í Rvk 1948-1956, kennari í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði frá 1956-1960, stundakennari hjá Námsflokkum Reykjavíkur frá 1959-1960, kennari í Gagnfræðaskóla Akraness 1960-1970 og var forstöðumaður Bókasafns Akraness. Hann kenndi í Þinghólsskóla í Kópavogi 1970-1971, í Flensborgarskóla frá 1971.
Hann var ritari á Alþingi um skeið.
Snæbjörn þýddi:
Hundadagastjórn Pippins IV. (John Steinbeck), 1957.
Frumstæðar þjóðir (Edward Weyer), 1959.
Þau Helga giftu sig 1955, eignuðust tvö börn. Þau skildu 1989.
Snæbjörn lést 2013.

I. Kona Snæbjarnar, (20. september 1955, annarsstaðar 18. september 1954, skildu 1989), var Helga Ingólfsdóttir frá Vopnafirði, húsfreyja, f. 9. júlí 1928, d. 14. júní 1991. Foreldrar hennar voru Ingólfur Erlendsson skósmiður á Vopnafirði og Akureyri, f. 2. desember 1898, d. 14. febrúar 1964, og fyrri kona hans Þórunn Elísabet Magnúsdóttir frá Böðvarsdal í Vopnafirði, húsfreyja, f. 7. febrúar 1904, d. 6. júlí 1938.
Börn þeirra:
1. Anna Snæbjörnsdóttir húsfreyja á Húsavík, f. 5. apríl 1956. Maður hennar Ragnar L. Þorgrímsson, látinn.
2. Þórkatla Snæbjörnsdóttir háskólanemi, f. 20. september 1958. Hún á eitt barn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 21. júní 1991. Minning Helgu.
  • Morgunblaðið 24. janúar 2013. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.