Sjómannadgsblað Vestmannaeyja 1978/ Ráðningasamningur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ráðningasamningur


Steingrímur Sigurðsson, skipstjóri á Bjarnarey, segir svo frá:

Vísur þessar urðu til með þeim hætti, að ég spurði Lýð Viðar Ægisson, hvort hann yrði stýrimaður hjá mér áfram á Bjarnarey eftir áramótin 1976-1977.
Nokkrum dögum síðar henti hann í mig blaði og sagði um leið: „Verður maður ekki að hafa það skriflegt?“
Einhverra hluta vegna taldi ég það skyldu mína að svara máli hans skriflega, og Óla vélstjóra, fannst skrifleg athugasemd við hæfi.

Bréf Lýðs:
M/b Bjarnarey VE 501, 8. nóvember '76.
Hr. skipper.

Bjarnareyjan ber sig vel,
- bræðslan malar líka, -
sálu mína því ég sel
til Sigga Einars ríka.
Næsta vetur verð ég því
vertíðina á enda,
en ætla þá í ærlegt frí,
- á það vil ég henda.
Ég mun hoppa og hala í
hina og þessa spotta.
Heimta aura og heimta frí
á hásetana hotta.

Ef helzt hér sami húmorinn
og happafleytan gengur,
ég glaður segi „gúmorinn“,
og gutla með þér lengur.

L.Æ. vís.
Skipper Grímur svarar L.Æ. vís, stýrimanni:

L.Æ. vís, bréf ég fekk frá þér,
- leiðist þér ekki lygin?
Sálina segir fala mér
þótt þú enga eigir.

Vistin hún er heimil þér<br víst í allan vetur.<br Að toga í spotta og rembast hér
svo lengi sem þú getur.

Lífsreglur nú legg ég þér
og verður þeim að lúta.<br Laga allt, sem illa fer
og enga „franska hnúta“.

Að vita allt og ekki neitt
og halda oftast kjafti.
Að minnsta kosti, ef þú veizt
af einhverju axarskafti.

Húmor verður góður hér,
á það skaltu trúa.
Hlífirðu ekki sjálfum þér
og hásetana þúar.
Og í landi, vinur minn,
gott er að eiga skjólið.
Haltu þig við peninginn,
konuna og bólið.


Meistari Óli gerir svohljóðandi athugasemd við umsóknina hjá L.Æ. vís: Skýring: Ólafur Guðmundsson, (vélstjóri á Bjarnarey).

Bjarnareyju berð þú víst
bærilega sögu.
Á þér stæði ekki sízt
að yrkja um hana bögu.

Ef leiðist þér ekki, Lýður minn,
að lynda við okkur í vetur
þá held ég að haldist húmorinn
hjá okkur heldur betur.
Sálin þín er sjálfsagt svört
af syndum ýmis konar.
En að svertan aukist ei mjög ört
aumingja Siggi vonar.