Sjómannadgsblað Vestmannaeyja 1978/ Maðurinn og hafíð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Maðurinn og hafið


Ákveðið hefur verið að efna til svonefndra menningardaga sjómanna og fiskvinnslufólks, „Maðurinn og hafið '78“, í Vestmannaeyjum í sumar. Sérstakur starfshópur hefur unnið að undirbúningi sýninganna og myndar jafnframt sýningarnefnd.
Myndlistarsýningunni er ætlað að gefa hugmynd um, við hvað myndlistarmenn í Eyjum eru helzt að fást nú, og mega menn skila inn til sýningarnefndar allt að 5 verkum.
Á ljósmyndasýningu, sem ráðgert er einnig að efna til, er fyrst og fremst óskað eftir mannlífsmyndum frá Vestmannaeyjum, og þurfa myndirnar að vera af lágmarksstærð 30 x 40 cm og tilbúnar til sýningar. Báðar ofangreindar sýningar verða í Akóges-húsinu.
Auk þessara sýninga mun Listasafn alþýðu hafa sérstaka sýningu menningardagana, auk þess sem Byggðasafnið og Bókasafnið verða með sýningar. Þá verður Fiskasafnið opið þessa daga.
Fleiri aðilar munu leggja menningardögunum lið, m.a. skólarnir, og Stýrimannaskólinn mun efna til sérstakrar kynningarsýningar, og stór veiðarfærasýning verður á útisvæði. Þá er og væntanleg sýning frá verkalýðsfélögum í Þrándheimi í Noregi.
Þá er og ráðgert að efna til ráðstefnuhalds í tengslum við menningardagana, og í ráði mun að efna til vinabæjarmóts, en Vestmannaeyjar eiga vinabæi á öllum Norðurlöndunum.
Að þessari menningarviku standa Menningar- og fræðslusamtök alþýðu, en samstarfs er leitað við fjölmarga aðila til að gera þetta að veruleika.