Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Líkanasmiðurinn Tryggvi Sigurðsson
Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
Líkanasmiðurinn
Tryggvi Sigurðsson
, vélstjóri
Hér á opnunni sjást nokkur sýnishorn.
Glófaxi VE 300 (Sk,nr 244) - Upphaflega hét hann Gullberg NS 11 og síðan VE 292. Hann var smíðaður hjá Skipaviðgerðum h/f í Vestmannaeyjum 1964 og var 162 brl. Hann var yfirbyggður 1985. Líkan þetta er unnið á árunum 2002 til 2003 og er af bátnum eins og hann var upphaflega og er í hlutföllunum 1:25. Eigandi Bergvin Oddsson.
Beitir NK 123 (Sk, nr 226) - Upphaflega hét hann Þormóður goði RE 209 og var smíðaður í Bremerhaven í Þýskalandi 1958 sem síðutogari. Honum var breytt í nótaskip 1978 og fékk þá nýtt nafn, Ó Óskars RE 175. Hann var seldur til Neskaupstaðar 1981 og fékk þá sitt síðasta nafn, Beitir NK 123. Honum var breytt mikið í Pólandi 1995. Beitir var seldur í brotajárn 2007. Líkan þetta er af honum eins og hann var eftir síðustu breytingar. Það er unnið á árunum 1998 til 2001 og er í hlutföllunum 1:50. Eigandi er Síldarvinnslan í Neskaupstað.
Helgi VE 333 - Hann var smíðaður í Dráttarbraut Vestmannaeyja 1939 og var þá stærsti bátur sem smíðaður hafði verið innanlands, 119 br. Eigandi var Helgi Benediktsson, Líkan þetta er unnið á árunum 1998 til 2002 og er í hlutföllunum 1:24 og er í eigu Tryggva Siguðssonar.
Dala-Rafn VE, 508 (Sk, nr 1379) - Upphaflega hét hann Mummi GK 120 og var smíðaður hjá Slippstöðinni á Akureyri 1974. Hann var seldur til Vestmannaeyja 1976 og fékk þá nafnið. Ölduljón VE 130, seldur innanbæjar 1980 og hét þá Dala-Rafn VE 508. Honum var breytt mikið hjá Skipalyftunni hér í Eyjum 1986 og er líkanið af honum eins og hann var eftir breytingar. Það er unnið á árunum 2004 til 2005 og er í hlutföllunum 1:25. Eigandi er Þórður Rafn Sigurðsson.
Efnisyfirlit: Sjómannadagsblað Vestmannaeyja
Flokkur
:
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja
Leiðsagnarval
Persónuleg verkfæri
íslenska
Skrá inn
Nafnrými
Síða
Spjall
íslenska
Þessi grein
Lesa
Skoða frumkóða
Breytingaskrá
Meira
Flakk
Forsíða
Nýjustu greinar
Nýlegar myndir
Handahófsvalin síða
Hjálp
sitesupport
Verkfæri
Hvað tengist hingað
Skyldar breytingar
Hlaða inn mynd
Kerfissíður
Prentvæn útgáfa
Varanlegur tengill
Síðuupplýsingar