Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2003/ Hugvekja

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
SR. ÞORVALDUR VÍÐISSON


Hugleiðing


Sr. Þorvaldur Víðisson

Það er við hæfi að hefja hugleiðingu hér í sjómannadagsblaðinu á sálmi sem sunginn hefur verið á sjómannadaginn í kirkjum landsins um áraraðir.

Líknargjafinn þjáðra þjóða

þú, sem kyrrir vind og sjó,
ættjörð vor í ystu höfum
undir þinni miskunn bjó.
Vertu með oss, vaktu hjá oss,
veittu styrk og hugarró.
Þegar boðinn heljar hækkar,
Herra, lægðu vind og sjó.

Þjóðir heims Iíða og stríða, en líknargjafinn vakir yfir. Við, Íslendingar, höfum búið við frið og megum vera þakklát fyrir það og eigum og megum til með að miðla þeim friði og fögnuði til annarra þjóða í okkar alþjóðlega samstarfi.
Þjóðin hefur alla tíð stólað á fiskveiðar. Bjargræði hennar veltur á þeim aflaverðmætum sem flotinn skilar að landi. Þrátt fyrir nýjar leiðir, þrátt fyrir nýjar útflutningsafurðir þá er það enn þá svo að lífsgæðin á Íslandi velta að stórum hluta á því hvernig fiskast og hvernig þjóðin fer með aflann. Það er þakkarvert að okkur hefur auðnast í gegnum aldirnar að nýta þær náttúruauðlindir sem búa í hafinu, nýta fiskistofnana þjóðinni til framfærslu.
Sjómennskan er stórkostlegt starf þar sem menn ráðast gegn huldum kröftum lofts og lagar til að sækja björg í bú, til að sækja verðmæti, til að auka lífsgæði. Það er sjálfsagt vart til það starf þar sem maðurinn stendur jafn berskjaldaður andspænis skapara sínum.
Vanmáttur mannsins gagnvart ógnum hafs og vinda getur sótt á og menn upplifað ógnir náttúrunnar. Menn hafa oft fundið fyrir návist hins æðra, fundið fyrir því að það er einn sem leiðir og vakir yfir. Maðurinn lyftir augum trúar og vonar til Guðs og biður í Jesú nafni að hann leiði áhöfn og skip. Leiði stjórnendur um rétta vegu, blessi áhöfn alla og verndi á veiðum eða í flutningum og skili skipi og áhöfn farsællega heim til hafnar á ný.
Í Jesú nafni biðja menn því það er hið trausta haldreipi sem ber hag mannsins fyrir brjósti. Haldreipi sem vill leiða og vernda, sem veitir styrk í hverri raun. Orð ritningarinnar glæða vonir í huga mannsins og tala kærleikans orð í hjörtu manna. Almættið hefur allt í hendi sinni, ógnir og tækifæri, dauða og líf og vill framgang mannsins á sínum vegum sem mestan.
Orsakir aflabrests eru oft óskiljanlegar. Hvers vegna fiskast ekki? Hvers vegna bregst síldarvertíð eða loðnuvertíð? Einföld svör duga skammt þegar svo stórt er spurt en haldgóð vitneskja og sannleikans orð er að almættið er í för með okkur. Almættið er í för með þeim sem verður fyrir barði aflabrests og tekjumissis. Guð vill leiða og styrkja, finna leiðir, kannski nýjar leiðir.<br það er frásaga í Ritningunni af aflabresti. reyndar kraftaverkafrásaga þar sem orðið frá Jesú leiddi sér fullan bát fiski. Lærisveinarnir höfðu stritað alla nóttina og ekkert fengið. en hann sagði þeim að kasta netinu hinum megin. Þeir voru orðnir vondaufir gerðu þó Jesús viti menn, netin fylltust. Eins hendi væri veifað gerðist það. Kraftaverkafrásagan getur hljómað hjákátlega þegar menn upplifa á sjálfum aflabrest. Hins vegar miðlar hún gríðalega miklum sannleika. Guð nærri, vill með orði sínu kærleika leiða sinn veg lífi starfi. engum nær líða. gefur bátinn hjá. von trú allt sé skaparans hendi. lifandi, kvikt, mannlegt líf Sköpun höndum þess skapaði er. sinni gleymir aldrei stöðugt maðurinn snúi til sín.
Lífið og kraftverk þess hafa mönnum löngum verið ráðgáta. Trúin á tilgang og framgang lífsins, trúin á orð Jesú Krists gefur manninum lífsins svör.

Bjargráð landsins djúpið leynir,
mannsins leið er hættuför.
Sköpun sinni Guð ei gleymir,
trúin geymir lífsins svör.

Megi framgangur íslenskra sjómanna og útgerða vera sem mestur. Megi algóður Guð vernda lífæð þjóðarinnar, vemda störfin og vera með öllum þeim sem fara hafsins vegu.
Megi algóður Guð gefa ykkur hátíðlegan sjómannadag.

Sr. Þorvaldur Víðisson
Prestur Landakirkju

Netagerðarmenn frá Netagerð lngólfs Theódórssonar sem fóru til Siglufjarðar 1944 að þjónusta síldarbátana. Þetta er fyrsti hópurinn sem fór á vegum lngólfs. Aftari röðf.v.: lngi Stefánsson, Þorsteinn Stefánsson, Þórður Sveinsson, Sigurður Stefánsson, Arnbjórn Þorbjörnsson, Sigurður Guðmundsson. Fremri röð f.v.: Sveinbjörn Guðmundsson, Finnbogi Ólafsson, Ingólfur Theódórsson, Halldór Einarsson, Ólafur Árnason. Arnbjórn og Finnbogi eru þeir einu sem enn lifa