Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2003/ Breytingar á flotanum

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
TORFI HARALDSSONBreytingar á flotanum


<br

Suðurey VE 500 - 220 bt. Smíðuð á Akureyri 1973 fyrir Einar ríka, hét þá Álsey, og hefur verið hér síðan. Jóhann Halldórsson átti bátinn 1995 til 2002. Síðast í eigu Ísfélags Ve. Seld til Noregs 2003
Gissur hvíti HU 35 - 257 bt. Smíðaður í Þrándheimi í Noregi 1964. Kom hingað 2002, þá í eigu Bergs Hugins. Nú í eigu Viðars Elíassonar
Adólf Sigurjónsson VE 182 - 187 bt. Kom hingað 1989, þá í eigu Sigurðar Inga Ingólfssonar. Síðast hér í eigu Ögmundar. Seldur til Grindavíkur 2003
Sigurbjörn VE 329 - 16 bt. Smíðaður í Reykjavík 1935. Kom hingað 1964. Lengst í eigu Hilmars Sigurbjörnssonar. Síðasti eigandi Friðrik Benónýsson. Ónýtur og hefur verið fargað 2003
Dala Rafn VE 508 - 568 bt. Smíðaður í Kristiansund i Noregi 1975. Kom hingað 1978, þá í eigu FIVE. Sfðast i eigu Þórðar Rafns Sigurðssonar. Seldur til Fœreyja 2003
Bergey VE 544 - 466 bt. Smíðuð í Sant Malo í Frakklandi 1974. Kom hingað 1983 í eigu Bergs Hugins. Síðast í eigu Ísfélagsins. Seld til Úruguay 2003
Gœfa VE 11 - 27 bt. Smíðuð á Fáskrúðsfirði 1972. Kom hingað 1992. Þá í eigu Óskars Kristinssonar og hét Sigurbára VE 249. Eigendur frá 1993 Ólafur Guðjónsson og Þorvaldur Heiðarsson. Seld til Hornafjarðar 2002
Gandi VE 171 - 466 bt. Smíðaður hjá Karlstensens í Danmörku 1988. Kom hingað 1999, fyrst í eigu Gunnlaugs Ólafssonar, seinna Vinnslustöðvarinnar. Seldur til Fœreyja 2002
Björg VE 5 - 197 bt. Kom hingað nýsmíðuð frá Rönnang í Svíðþjóð 1988. Lengst í eigu Gísla Vals Einarssonar, síðast Vinnslustöðvarinnar. Seld til Breiðdalsvíkur 2002
Gœfa VE ll - 61 bt. Smíðuð á Seyðisfirði 1971. Kom hingað 2002. Eigendur Ólafur Guðjónsson og Þorvaldur Heiðarsson
Sœfaxi VE 30 - 219 bt. Smíðaður hjá Skipaviðgerðum í Vestmannaeyjum 1964 fyrir Helga Bergvinsson en varð áður en smíði lauk í eigu Jóns Pálssonar og Ólafs Ólafssonar á Seyðisfirði og hét þá Gullberg NS 11. Selt hingað 1970 til Guðjóns Pálssonar, Jóns Guðleifs Ólafssonar og Ólafs Sigmundssonar, hét áfram Gullberg VE 292. Þeir seldu, Bergvin og Hrafni Oddssonum og Sœvaldi Elíassyni bátinn 1974, fékk hann þá nafnið Glófaxi VE 300. Bergvin varð einn eigandi 1986. Seldi hann til Hornafjarðar l996. Fékk hann aftur 1998, kaupsamningi var rift. Seldi sjö sjómönnum í Vestmannaeyjum bátinn árið 2000 og voru þeir allir um borð. Glófaxi varð þá Sœfaxi VE 30 Seldur til Reykjavíkur 2003 en er gerður út frá Bíldudal
Huginn VE 65, lengst af VE 55, 639 bt. Smíðaður í Noregi 1975 fyrir Guðmund lnga Guðmundsson og var hann alla tíð í eigu hans hér. Seldur til Murmansk í janúar s.l.
Baldur VE 24
Danski Pétur VE 423, 187 bt. Smíðaður á Aklranesi 1971 fyrir Emil Andersen og var lengst í eigu hans. Seldur Vinnslustöðinni 1996, hún seldi hann síðar Frostfiski, sem var m.a. í eigu hennar. Hefur nú verið seldur til Grundarfjarðar


Björgunaræfing. Ljósm.: Sigurg. Sævaldsson