Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2003/ Aðalsteinn Pálsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Benedikt Sæmundsson
Aðalsteinn Pálsson. Myndin er tekin þremur dögum áður en hann dó 11. nóvember 1956


Aðalsteinn Pálsson


Benedikt Sæmundsson frá Fagrafelli hér við Hvítingaveg hefur sent okkur ljóð til birtingar á undanförnum árum. Að þessu sinni sendir hann okkur ljóð um Aðalstein Pálsson. togaraskipstjóra og útgerðarmann, sem var fæddur í Hnífsdal 3. júlí 1891. Hann lauk skipstjóraprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavfk 1914. Varð formaður á opnum bátum á unglingsaldri. Skipstjóri á eftirtöldum togurum frá 1916: Ingólfi Arnarsyni, Austra, Kára Sölmundarsyni, Belgaum, lengst á honum, og síðast nýsköpunartogaranum Fylki til 1950. Einn af stofnendum Fylkis 1925 og framkvæmdastjóri þess félags eftir að hann kom í land til dánardags 11. nóvember 1956.
Fyrri kona Aðalsteins var Sigríður Pálsdóttir frá Brekku í Hnífsdal. Hún lést 22. október 1930. Börn þeirra: Páll skipstjóri og útgerðarmaður í Grimsby (bls. 57), Össur kaupmaður í Reykjavfk, Sigríður lyfsali þar, Guðbjörg og Elín frúr, sömuleiðis í Reykjavík.
Seinni kona Aðalsteins: Elísabet M. Jónsdóttir. Sonur þeirra Jónas hrl. í Reykjavík.
I bréfi til Sigríðar, dóttur Aðalsteins, 28. mars 1996 segir Benedikt m.a. „Eg sendi þér nú kvæði um föður þinn Eg veit reyndar að hann er of

mikið efni fyrir mig að yrkja um en mig langaði til að minnast hans í tilefni af því mikla afreki sem hann vann fyrir 70 árum er hann bjargaði mörgum mannslífum frá Stokkseyri úr bráðum háska. Það hefði orðið mikil blóðtaka fyrir þetta litla þorp, hefði hans ekki notið við og þeirra vösku manna sem með honum voru.

Belgaum RE161

Það var snemma morguns 13. apríl 1926 að 6 bátar réru frá Stokkseyri. Þetta voru 10 til 12 tonna bátar með 14 til 22 hestafla vélum. Netin áttu þeir í Háaleitisforunum. Þegar á daginn leið, hvessti af suðaustri og sjór versnaði til muna. Bátarnir héldu þá heim á leið frá netunum meira og minna ódregnum. Það gekk rólega á móti veðrinu og þegar kom að brimgarðinum fyrir utan Stokkseyri var ólendandi þar. Vitað var um togara á Selvogsbanka sem höfðu loftskeytatæki sem ekki voru í bátunum. Haft var samband frá Stokkseyri til Reykjavíkur og þaðan við togarana sem voru hættir veiðum vegna veðurs og þeir beðnir að koma bátunum til hjálpar. Meðal bátanna var Íslendingur sem Sæmundur Benediktsson, faðir Benedikts, var háseti á. Formaður var Ingimundur Jónsson, afi Ingimundar núverandi forstjóra Eimskipafélags Islands. Þessi bátur var búinn að velkjast olíulaus í hafrótinu og átti ekki annað eftir en að fara upp í brimgarðinn við Stokkseyri þegar togarinn Belgaum, skipstjóri Aðalsteinn Pálsson, fann hann, bjargaði frá grandi og dró til Vestmannaeyja á hægri ferð. Svanur, formaður Friðrik Sigurðsson frá Gamlahrauni, varð líka vélarvana. Ahöfnin var tekin um borð í togarann Hannes ráðherra, skipstjóri Guðmundur Markússon og var báturinn dregin til Eyja. Hinir fjórir bátarnir, sem voru með gangfærar vélar, fylgdu togurunum eftir.
Kvæðið orti Benedikt til heiðurs Aðalsteini og áhöfn hans á Belgaum, sem bjargaði föður hans og þeim sem með honum voru á Íslendingi úr miklum lífsháska. Á þessum sex bátum voru 48 menn sem togararnir tveir, Belgaum og Hannes ráðherra, björguðu.


Aðalsteinn Pálsson


Minning


Hnífsdalur við hafið stendur
hamraborg þar gnæfír yfir
löngum vanist frosti og fjúki
fólkið, sem að þarna lifir.
Hafa lengi héðan komið
hraustír menn og fagrar konur.
Einn vil ég þó einkum nefna
er hann Hnífsdals frægi sonur.


Aðalstein ég hef í huga
hetjudáð hans ei skal gleyma
Belgaum stýrði frægur forðum
er fékk hann Bjargað mönnum heíma.
yfir dundi ógnar veður
enginn bátur náði landi
Stokkseyrar urðu ófær sundin
er þá hætt víð bráðu grandi.


Mörgum varð í minni nóttin
mjótt var bilið lífs og dauða
háð var stríð við hafsins veldi
Hjálpin veitt í kjörum nauða.
Aðalsteinn var eins og kolka
áður fyrr á Sporðagrunni
Hreif hann menn úr heljargreipum
hugumstór sem tökin kunni


Belgaum leysti úr Bráðum vanda
björgun öll var stór í sníðum.
Togarar með klára karla
komu tveir af Selvogsmiðum.
Skipin komust út til Eyja
Aðalsteinn vann hetjudáðir
engin grét þar ekkja í landi
atburðir í hjörtum skráðir.


Hann var sonur hárra fjalla
hrika tign í ógn og veldi
hafði lært í lífsins skóla
lögmál það sem gaf og felldi
Hafið löngum hug hans átti
hafði vanist ölduróti
kunni að stýra fögru fleyi
fast þó vindur blési á móti.


Skipstjóri var frá unglingsaldri
og í sveit með köppum völdum
stýrði frægum fískiskipum
framsókn hröð á hafsins öldum.
Hann var fús á hættustundu
hjálp að veita hrjáðum mönnum.
Minning hans mun lengi lifa
er landsmenn fagna hetjum sönnum

Benedikt Sæmundsson