Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2000/Starf vélstjórnarbrautar Framhaldskólans

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum 1999-2000


Ólafur Guðmundsson

Hér á eftir ætla ég að gera lítillega grein fyrir starfi vélstjórnarbrautar Framhaldsskólans á því skólaári sem nú er að líða.
En fyrst er þó kannski rétt að gera grein fyrir því, hvernig það vélstjórnarnám skiptist, sem hægt er að stunda hér við skólann.

Fanney Jóna Gísladóttir, fyrst Eyjakvenna til að ljúka vélstjórnarnámi hér í Eyjum

Við skólann er hægt að ljúka 2. stigi vélstjórnarnáms, sem er alls fjórar annir. Fyrsta önnin er svo nefnt vélavarðarnám, og þeir sem ljúka því, fá réttindi sem vélaverðir, að uppfylltum öðrum skilyrðum sem til þarf, svo námskeiði við Slysavarnarskóla sjómanna.
Til viðbótar við vélavarðarnámið bætast síðan þrjár annir, áður en 2. stigi er lokið. Námsefnið er vélfræðigreinar, það er þær greinar sem snúa beint að fagnáminu, og að auki almennar greinar, sem samnýtast með öðrum brautum skólans. Faggreinar eru bæði bóklegar og verklegar.
Á haustönn var kennsla bæði á fyrstu önn vélstjórnarnáms, það er á vélavarðarbraut og á annarri önn 2. stigs.
Á vélavarðarbraut innrituðust 10 nemendur, þar af 2 utanskóla. Í lok annar útskrifuðust 8 sem vélaverðir, og þar með báðir utanskólanemarnir. Til gamans má geta þess að í þessum hópi var fyrsta stúlkan sem útskrifast hefur með vélstjórnarréttindi hér í Vestmannaeyjum. Ekki er annað að sjá en hún hafí staðið sig vel í námi innan um strákana, og má þetta vel vera hvatning öðrum stúlkum til að huga að þessu námi, því þetta getur nýst ágætlega sem undirbúningur undir annað raungreinanám.
Á annarri önn 2. stigs voru 7 nemendur, og að auki voru 3 nemendur á málmiðnabraut í bóklegri vélfræði.
Á haustönn útskrifaðist 1 nemandi, Arnar Andersen, með 2. stig, vélstjórnarnáms. Hann hafði áður lokið námi í faggreinum, en var nú að ljúka þeim almennu greinum sem þarf til að útskrifast.
Nú á vorönn eru 12 nemendur á vélstjórnarbraut, þar af eru 2 nemendur, sem eiga möguleika á að ljúka 2. stigi í vor. Hinir eru ýmist á sinni fyrstu önn á 2. stigi, annarri eða jafnvel þriðju, en eiga þá eftir að ljúka einhverju af almenna náminu. Einnig eru 6 nemar á málmiðnabraut í stýritækni.
Þetta sýnir kannski ágætlega þann sveigjanleika sem áfangakerfið býður upp á við þetta nám, en fyrir bragðið getur það orðið til þess að samfellan í náminu verður ekki eins góð, og má sjálfsagt deila um kosti og galla hvors tveggja.
Einn fastráðinn kennari var við vélstjórnarbraut á skólaárinu, og er það eins og áður Karl G. Marteinsson sem kennir verklegar vélfræðigreinar; smíðar og efnisfræði. Að auki voru eftirtaldir stundakennarar í faggreinum; Eyþór Harðarson í rafmagnsfræði, Jón Ólafsson í rafeindatækni, Guðmundur Elíasson í rafmagnsfræði og Ólafur Guðmundsson í bóklegum vélfræðigreinum.
Í fyrri skrifum mínum um vélstjórnarbraut hef ég bent á að það geti verið erfitt að halda úti fag- og iðnnámi við skóla úti á landi, eins og t.d. Framhaldsskólann hér. Sá tækjakostur, sem til þarf, getur verið tiltölulega dýr en til að námið sé samkeppnisfært við nám í þeim skólum, sem best eru búnir, þarf þessi þáttur að vera í þolanlegu lagi.

Einnig þarf framboð á náminu að vera nokkuð stöðugt, því annars er hætta á að nemendur leiti annað, og keðjan rofni með þeim afleiðingum að við horfum alfarið á eftir þessu námi.
Á þessu skólaári og því næsta er verið að keyra í gegn síðustu nemana á málmiðnabraut, eftir því kerfi sem verið hefur við lýði um nokkuð langt skeið.
Breytist námið talsvert þegar nýja kerfið tekur við. Hægt hefur verið, eftir gamla kerfinu að samnýta talsvert nám á málmiðnabraut og vélstjórnabraut, og hefði jafnvel mátt gera meira af því að mínu mati. Sá stuðningur sem þannig fæst hjálpar til við að halda vélstjórnarbrautinni gangandi, því til þess þarf alltaf lágmarks nemendafjölda.
Hvort nýja kerfíð býður upp á þessa samnýtingu veit ég ekki, en ef svo er ekki gæti það reynst báðum brautum erfitt.
Einnig mætti vel hugsa sér að nýta vélstjórnarnámið sem grunn við annað raungreinanám við skólann, því það hefur sýnt sig að þeir sem ljúka námi frá Vélskóla Íslands leita allt eins í framhaldsnám, og í vinnu sem vélstjórar, og er það t.d. einn þáttur í því að skortur er á vélstjórum til sjós.
Það hlýtur að vera skólanum metnaður að bjóða upp á sem fjölbreyttast nám, og halda með því sem mestum nemendafjölda. Fag og verknám er því nauðsynlegt inn í þá flóru, jafnvel þó verknámsbrautirnar séu oft dýrari í rekstri en bóknámsbrautimar. Því verður að reyna að hlúa að því verknámi sem er við skólann nú þegar, og helst að reyna að bæta við frekar en hitt.
Vestmannaeyjum 2. apríl 2000
Ólafur Guðmundsson, vélstjóri

Ófeigur II VE 324. Stærð 94 rúml. brúttó. Smíðaár 1959 í A- Þýskalandi Vél MWM 400 hestöfl
Hér á árum áður hélt Fiskifélag Íslands, árlega vélstjórnarnámskeið hér í Eyjum . Þau voru yfireitt yfirfull af mannskap, og stóðu yfir í 4 mánuði, frá október til janúarlokaÞeir sem luku prófum höfðu í upphafi réttindi til þess ad vera vélstjórar á vélum allt að 50 hestöfl, og eftir árið sem slíkir, 250 hestafla réttindi. Nú hafa þessir menn 1000 hestafla réttindi.Myndin sýnir nemendur og kennara sem voru á námskeiði fyrir hálfri öld, árin 1949 til 1950. Bóklega námið var í Vosbúð, þar sem Hressó er núna. Verklega námið var við Hilmisgöttt, þar sem áður var Hraðfrystistöð Einars Sigurðssonar, ríka. Síðar rak hann þar netaverkstœði. Kennslutœki þar voru Mannheimvél, eins strokks June Munktel, glóðarhaus 25 hestöfl og Bolinder diselvél, sem var annaðhvort úr Lundanum eða Sigurfaranum. Í þessa báta höfðu verið settar slíkar vélar, sem reyndust mjög illa.Fremsta röð frá vinstri: Pétur Ágústsson Stað Ve (látinn), Hilmir Sigurðsson Svanhóli Ve. Sveinbjörn Hjálmarsson Ve. Karl Guðjónsson alþingismaður Breiðholti Ve kennari (látinn), Helgi Kristjánsson Siglufirði skólastjóri, Sigurður Sigurjónsson Ve kennari (látinn), Matthís Finnbogason Litluhólum Ve prófdómari (látinn), Jón Valgarð Guðjónson Ve. Benedikt Sigurbergsson Bergi Ve. Guðlaugur Ágústsson Ve,Miðröð frá vinstri: Jóhannes Sigmarsson Ve. Ingvar Gunnlaugsson Gjábakka Ve. Sœvaldur Runólfsson Sœbóli Ve. Haukur Jóhannsson Ve. Gunnar Haraldsson Nikhól Ve. Kristján Sigurjónsson Ve. Þorsteinn Gunnarsson Horninu Ve (látinn), Steingrímur Felixsson, Jakob Ólafsson Vík í Mýrdal, Sigurður Guðnason Ve. Eggert Ólafsson Heiðarbœ Ve. (látinn), Sigurður Kristjánsson Sandgerði (látinn), Einar Indriðason Akranesi, Þór Ástþórsson Sóla Ve.Aftasta röð frá vinstri: Kári Birgir Sigurðsson Burstafelli Ve. Borgþór Arnason Hvammi Ve. Gísli Grímsson Haukaergi Ve. Tryggvi Sigurðsson Ve. Bogi Sigurðsson Stakagerði Ve. Friðrik Hjörleifsson Skálholti Ve. Sigurður Stanley Ve. Gunnlaugur var frá Dalvík, Agúst Ögmundsson Litlalandi Ve. Baldur Kristinsson Túni Ve.Á myndina vantar Óskar Jónsson Sunnuhóli kennara. Hann er látinn