Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2000/Skipamyndasafnarinn Jóhann Bjarnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Skipamyndasafnarinn Jóhann Bjarnason


Jóhann Bjarnason, borinn og barnfæddur Eyjapeyi, fékk fljótt mikinn áhuga á bátum og skipum. Þegar jafnaldrarnir, strákar og stelpur, keyptu, söfnuðu og skiptust á leikaramyndum, safnaði hann skipamyndum.

Árið 1962, sex ára gamall, fór hann að klippa báta- og skipamyndir úr dagblöðunum og þær á hann enn. Reyndar klippti hann líka allt úr um íþróttir, alla Vestmannaeyjaviðburði og allt um Landhelgisgæsluna.
Foreldrar hans keyptu Morgunblaðið og í önnur dagblöð komst hann hjá nágrönnunum. Hann heldur þessu áfram enn og nú eru margar möppur og kassar fullir, allt flokkað í þrjá flokka; skip, íþróttir og atburði í landi. Þetta er ekkert smáræði eftir 38 ára söfnun. Jóhann fór fljótlega að safna svokölluðum sígarettumyndum, sem eru 50 tölusettar myndir af íslenskum eimskipum, togurum, flutningaskipum og varðskipum. Umboðsmaður Westminster sigarettna hér á landi lét setja 1 mynd af skipi í hvern pakka hjá framleiðendanum erlendis. Það var gert til að auka sölu vörunnar. Þetta var á árunum 1928 til 1935.
Ef menn náðu að safna öllum 50 myndunum, gátu þeir fengið, að eigin vali, eina stækkaða ókeypis. Þarna var sölumennskan á fullu. Þær fyrstu fékk Jóhann hjá afa sínum Sigurði Þorsteinssyni í Nýjabæ og nágranna hans Erlendi Jónssyni í Ólafshúsum. Síðan komu þær úr ýmsum áttum ,m. a. fékk hann nokkrar að Einari Sv. Jóhannessyni skipstjóra á Lóðsinum látnum, og þá síðustu, mynd nr. 16 af togaranum Agli Skallagrímssyni eldri, útvegaði Tryggvi Sigurðsson vélstjóri og líkanasmiður. Að auki á hann töluvert af aukamyndum úr þessu safni, svo slaga fer í annan gang.
Jóhann á líka allt Sólarflilmusafnið sem er íslensk skip, 6 í búnti, 32 búnt, alls 192 myndir. Allt tölusett. Það gildir sama með þessar myndir og sigarettumyndirnar, að allar upplýsingar um viðkomandi skip er að finna á bakhlið þeirra.
Sólarfilmumyndirnar fóru að koma í bókabúðina hjá Óskari Johnson um 1967 og voru að koma í 3 ár. Milli búnta gellaði strákur og bar út Moggann til þess að eiga fyrir næsta búnti.
Jóhann á einnig allar skipamyndirnar úr dagatölum Skeljungs og Olís.
Sjómennsku byrjaði Jóhann hjá Einari Sv. Jóhannessyni, yfirskips á Lóðsinum.
Einar lét kassa undir hann við stýrið svo hann sæi á kompásinn.. Á varðskipunum byrjaði hann messagutti 16 ára. Lauk 3. stigi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1979 og varð þá strax stýrimaður hjá Eimskipafélagi Íslands og síðan í sömu stöðu hjá Skipadeild Sambandsins. Kom svo aftur á æskustöðvarnar í febrúar 1995 og gerðist stýrimaður á Herjólfi. Líkar honum vel að vera akkeraður hér aftur.
Þau eru fá skipin, sem mæta Herjólfi, sem Jóhann þekkir ekki. Hver er eigandi, stærð þess og vél-. Einnig hvað þau hétu áður ef skipt hefur verið um nafn og eiganda.
Hann á einnig flest Sjómannaalmanökin, sem út hafa komið. Það kom fyrst út 1925 en það elsta í safni hans er frá 1930. Vonandi leiða þessi skrif til þess að hann eignist þau fleiri, því allt er þetta í góðum höndum, röð og reglu hjá skipsmyndasafnaranum Jóhann Bjarnasyni stýrimanni á Herjólfi.
Myndir úr safni Jóhanns em hér víða í blaðinu.
Ragnar Eyjólfsson