Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2000/Hugsað á leið frá landi

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hugsað á leið frá landi


Það er margt sem leitar á huga sjómanna þegar haldið er úr höfn. Eitt af því er bæn um að Drottinn blessi skip og menn að veiðum og fylgi þeim ferðina á enda, að hann helgi störfin sem áhöfnin vinnur í sveita

Séra Kristján Björnsson

síns andlits. Annað er sú augljósa ósk að sá hinn sami Drottinn gæti fjölskyldu og vina heima fyrir meðan sjómaðurinn er víðs fjarri, þannig að ekkert illt sem veldur tjóni eða skaða í lífi ástvinanna hendi. Hið þriðja sem helst leitar á huga sjómanna á siglingunni út, er sú bæn að þeir megi aftur koma heilir til hafnar og fagna samfundum við fjölskyldu, vini og kunningja. Meðal alls þess er kemur í hugann er þetta þrennt það helsta og merkilegasta sem margir minnast að lokinni sjómannsævi. Um það vitnar fjöldi dægurlagatexta en þeir vitna líka um kátínu, gleði og einbeitni sægarpanna. Þeir eru líka léttir og hressir í viðmóti sem hafa þessa bæn yfir í huganum og geta öruggir snúið sér að verki sem vinna þarf. Ekki dugar að vinna með hangandi hendi til sjós því allir þurfa að standa sig og stefna einbeittir að sama marki. Annað dugir ekki. En það sem dugar flestum er að einbeitingin til að starfa að lífsbjörginni, er einmitt fólgin í því að hafa einkamálin á þurru í orðsins fyllstu merkingu. Að standa fóstum fótum í því sem helgast er í landi. Nú hafa samskiptamöguleikar að vísu aukist til muna fyrir þá sem róa ekki víðs fjarri landi og faðir eða móðir sem er til sjós, getur verið innan seilingar til skrafs og ráðagerða meira en áður tíðkaðist. Bréfaskriftir geta orðið allt að því samstundis með tölvupósti og er það í líkum mæli og tæknin hefur almennt rutt sér til rúms um borð í skipum.

í þessu sambandi kemur upp í huganum að einu sinni var fullyrt að maður sem ætlar sér að flytja ræðu á fundi eða mannfagnaði, flytji að jafnaði þrjár ræður. Fyrstu ræðuna flytur hann á leiðinni á fundinn meðan hann er að búa sig undir flutninginn. Er það oft hin ágætasta tala. Aðra ræðuna flytur hann á þeim fundi, en þriðju ræðuna og yfirleitt þá albestu flytur hann í huganum eða upphátt á leiðinni frá þessum mannfundi. Þetta flýgur mér í hug fyrst ég gerði að umtalsefni hér, hvað sjómaðurinn hugsaði í upphafi veiðiferðar. Á leiðinni heim hefur hann eflaust hugsað all nokkuð um það hversu góður heimilisfaðir hann ætlaði að vera þennan tíma sem hann stoppaði í landi og einnig um það hversu góð samskiptin við makann gætu orðið eftir mislangan aðskilnað þeirra. Svo runnu upp þeir dagar sem legið skyldi í landi og þá átti margt að rætast.
Margt gott gerist að sjálfsögðu og mörgu góðu er komið til leiðar eins og til stóð. Sumt er að vísu erfitt í því sambandi eins og gengur, þegar aðstæður eru með þeim hætti. Sumir eiga auðvitað við sorg og trega að glíma og aðrir eru í basli með samskipti af ýmsu tagi. Enn aðrir gera einhverjar gloríur í óreglu og depurð sem af því getur hlotist. Samt er víst að áformin voru góð á leiðinni heim. Þegar haldið er úr höfn er hugurinn líklega upptekinn við að hugsa allt það góða sem SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA ætlunin var að gera. Það eru sjálfsagt albestu ræðurnar sem þá eru fluttar, en það er það sem sjómaðurinn vildi sagt hafa við tiltekna ástvini sína eða vildi hafa gert í fríinu heima.
Þá stillir það hugann að geta sagt með sanni að ekki var betur að gert að sinni. Tíminn var takmarkaður, rétt eins og tíminn er takmarkaður til heimsókna þegar skroppið er til höfuðstaðarins og gesturinn vildi svo gjarnan vera liðtækari í heimsóknum sínum og vitjunum. Þá er hægt að hugga sig við þau gömlu sannindi að aldrei verður allt sagt í einni prédikun. Aldrei verður heldur allt gert í landi í einum frítúr. Til að háir sem lágir haldi sönsum þurfa þeir að átta sig á þessum annmarka mannlegs lífs. Lífsstíll ofurmenna í sjómannastétt hefur meira að segja helgast af því að þeir einbeita sér að ákveðnum þáttum í mannlegri breytni og eru ekki keppast við að sigra heiminn nema á því sérhæfða sviði. Það hefur aldrei sakað að gera sér grein fyrir því að fleyið er lítið sem ætlað er til siglinga um háar úthafsöldur. Styrkleiki mannsins er fólginn í því að gera sér grein fyrir vanmætti sínum andspænis huldum kröftum hafs og himins. Við þær aðstæður reiðir hann sig á æðri mátt en hann sjálfur er, en það er almáttugur Guð, skapari himins og jarðar. Það er vilji þess góða Guðs, sem við kristnir menn trúum á, að skipin nái aftur að landi og menn komist heilir í höfn úr hverri ferð. Það sanna dæmin um vernd hans og forsjón á liðinni tíð og bænheyrslu hans á öllum tímum. Sjáið líka hvernig Jesús hastaði á vindinn og ólgandi innhafið eins og sagt er frá í guðspjalli sjómannadagsins. Hann vill að við siglum á lygnum sjó og hver maður nái fagnandi heim í friðarhöfn með feng sinn og afla. Hafið það í huga ágætu sjómenn og til hamingju með hátíð sjómannadagsins.
Séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Landakirkju.

Menningarsjóður stafkirkjusvœðis, Hafnarsjóður og Útvegsbœndafélag Vm. hafa keypt hið fræga aflaskip Binna í Gröf Gullborgu VE 38. Hin síðari ár hafa synir Binna, Friðrik og Benóný gert bátinn út með miklum sóma. Ákveðið hefur verið að leggja bátnum í Skansfjöruna. - Ljósm.: Tryggvi Sigurðsson