Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1999/ Vestmannaeyingar brautryðjendur í túnfiskveiði á Íslandi
Vestmannaeyingar brautryðjendur í túnfískveiði á Íslandi
-Viðtal við Svein Valgeirsson, skipstjóra á Byr VE, fyrsta sérútbúna túnfiskveiðiskipi Íslendinga.
-Einnig frásögn af fyrstu veiðiferðinni
Íslendingar eru að vakna til lífsins um að einhver verðmætasti fiskur sem syndir um heimshöfin er veiddur í miklum mæli rétt suður af landinu. Þarna er um að ræða túnfisk, nánar tiltekið bláugga sem er verðmætasta tegundin. Útgerð Byrs VE hefur tekið forystu í þessum vaxtarbroddi sem túnfiskveiðar gætu orðið. Þar með er ekki látið staðar numið því Guðjón Rögnvaldsson útgerðarmaður og aðilar sem tengjast Sæhamri ehf. hafa stofnað félag með öðrum og boðið út smíði á 1100 tonna sérhæfðu túnfisk- og línuveiðiskipi sem á að verða fyrir túnfiskvertíðina árið 2000. Þá hefur Viktor Helgason, útgerðarmaður Ófeigs bæst í þennan hóp og er á láta smíða skip í Kína sem getur stundað túnfiskveiðar.
Fyrsta alvöru úthaldið
Í byrjun mars hélt túnfiskbáturinn Byr VE áleiðis til Las Palmas á Kanaríeyjum. Þaðan hélt hann til túnfiskveiða með japönskum skipum sem stunda veiðar á Las Palmas svæðinu allt árið. Þegar kemur fram á vor fer flotin að færa sig norður á bóginn og síðla sumars og fram á haust er aðalveiðisvæðið djúpt suður af Íslandi.
Sveinn Valgeirsson, sem er annar skipstjóri og útgerðarmaður á móti Sævari Brynjólfssyni skipstjóra er með Byr í þessum túr. Byr, sem er fyrsta sérbúna túnfiskveiðiskip Íslendinga, kom til landsins sl. haust eftir breytingar í Póllandi. Þar var settur í hann línubúnaður, frystitæki og frystar en túnfiskurinn er geymdur við minnst 65 gráðu frost. Þeir voru tilbúnir til veiða í byrjun nóvember en þá var veiðitímabilinu í Norður-Atlantshafi að ljúka. Þeir fóru samt í einn túr fyrstu dagana í nóvember og stóð hann í þrjár vikur. Afraksturinn var rýr en í samtali við Fréttir segir Sveinn að dýrmæt reynsla hafi fengist í túrnum. Stilla þurfti línubúnaðinn upp á nýtt og að því loknu gekk bæði lögn og dráttur að óskum.
Sveinn og Sævar fóru fyrst að huga að túnfisknum þegar fréttist af góðum aflabrögðum árið 1997. Fóru þeir tilrauntúr með lúðulínu í október saman ár. „Við fengum ekkert í þessum túr en þar með vorum við komnir með bakteríuna í okkur og eftir það var ekki aftur snúið," segir Sveinn.
Þeir félagar eru nú að ryðja brautina fyrir Íslendinga á nýjum veiðiskap og sér til aðstoðar hafa þeir sex Indónesa og tvo Japani en að öðru leyti er áhöfnin, sem í eru 16 karlar, skipuð Íslendingum, Japönum og Indónesum sem komu um borð á Kanaríeyjum. Annar Japaninn sér um verkunina á túnfiskinum en hinn er til aðstoðar í brúnni. Indónesarnir vinna svo við veiðarnar og verkunina og eru um leið að kenna okkur réttu handtökin."
180 kílómetra lína
Um borð eru um 100 sjómílna eða 180 km löng lína. Venjulega er lögð 60 sjómílna lína eða um 100 km. Í hverri lögn eru um 3000 krókar og er hver taumur 40 metrar. „Byrjað er að leggja klukkan 5 eða 6 á morgnana og lagt á 10 sjómílna ferð. Lögnin tekur 5 til 6 klukkutíma og standa fimm eða sex karlar yfir lögninni. Á meðan eru hinir í koju. Legið er yfir línunni í fjóra tíma. Þetta tryggir að allir fá nógan svefn þó ekki séu staðnar vaktir eins og við þekkjum. Þegar byrjað er að draga eru allir uppi. Drátturinn tekur 12 til 14 tíma og er reynt að stilla inn á að þetta allt taki einn sólarhring. Dregið er á 6 til 7 sjómílna hraða upp í 8,5 sjómílur í góðu veðri. Um leið og fiskur kemur er stoppað.
Sveinn segir að dráttur og lögn hafi gengið mjög vel og það sama á við um bátinn. „Japanarnir eru ekki með yfirbyggð skip og höfðu vantrú á að það gengi en reynsla okkar er mjög góð. Allir eru í skjóli og þó við værum að draga í vitlausu veðri kom aldrei skvetta inn."
Hægt er að taka olíu og vistir til tveggja mánaða en Sveinn gerir ráð fyrir að túrinn takin einn og hálfan mánuð þegar þeir verða á suðlægari slóðum en um einn mánuð þegar þegar nær dregur Íslandi. Samtals eru veiddar um 3,5 milljónir tonna af túnfiski á ári í heiminum að sögn Sveins. Túnfiskurinn skiptist í margar tegundir og eru þær misverðmætar. Tegundin sem sækir hingað norður heitir Blue Finn á ensku en er kallaður bláuggi upp á íslensku. Bláugginn er, ásamt Southern Blue, dýrasti túnfiskurinn og eru Japanir tilbúnir til að borga ótrúlegar upphæðir fyrir kílóið af góðum bita úr vel feitum bláugga. Getur vel feitur fiskur lagt sig á eina til tvær milljónir króna.
Dýrmætastur á haustinn
„Túnfiskurinn er með heitt blóð og þegar bláugginn sækir norður í kaldari sjó fitar hann sig til að verjast kuldanum. Hann er því dýrastur á haustin þegar hann gengur á miðin suður af Íslandi. Túnfiskurinn verður alltaf að vera á hreyfingu til að taka inn súrefni og nær allt að 100 km hraða á klukkustund. Stærsti túnfiskurinn sem við höfum frétt af var 650 kg. en fiskurinn sem við erum að fá fer mest upp í 160 kg. og er meðalþyngdin á bilinu 115 til 120 kg."
Eins og áður segir hélt Byr áleiðis til Kanaríeyja og er ekki von á honum til heimahafnar fyrr en að áliðnu sumri. „Túnfiskskipin landa kannski tvisvar til þrisvar á ári og það er meiningin hjá okkur að landa hér í Eyjum. Verðum við að notast við sérhannaða gáma vegna kröfu Japana um frost í geymslum fyrir túnfiskinn. Aflinn þykir kannski ekki mikill en aflahæsta skipið, sem fékk að veiða í íslensku lögsögunni, fékk 50 tonn í fyrra."
Túnfiskurinn lætur ekki bjóða sér hvaða beitu sem er og til þess að lokka hann á önglana fór Byr með 40 tonn af smokkfiski. „Smokkfiskinn keyptum við í Japan og Argentínu. Við keyptum 20 tonn af manneldissmokki fra Japan. Hingað kominn kostaði hann 180 krónur kílóið og jafnmikið frá Argentínu á 100 kr. kílóið."
Veiða um allt N-Atlantshafíð
Japanir eru með bækistöð í Las Palmas á Kanaríeyjum og þaðan stunda þeir veiðamar um allt Atlantshaf. „Svæðið í kringum Kanaríeyjar kalla þeir Las Palmas svæðið en það nær allt suður til Grænhöfðaeyja. Einnig stunda þeir veiðar út af Suður Ameríku og Norður Ameríku á svokölluðu Bostonsvæði. Svo elta þeir túnfiskinn allt norður til Íslands. Það sama munum við gera og gangi allt að óskum komum við heim í júlí. Það verður ekki sama áhöfnin allan tímann því menn eiga rétt á sínum fríum þegar úthaldið er langt."
Á síðustu árum hefur túnfiskurinn leitað meira norður á bóginn og segir Sveinn að það sé í beinum tengslum við að sjór hefur hlýnað í Norður Atlantshafinu.
„Það hefur orðið vart við túnfisk í troll við Ísland í fyrra og hitteðfyrra sem ekki hefur gerst í marga áratugi. Vonandi helst þetta ástand áfram. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum komnir í þennan slag og vonandi á íslenskum túnfiskskipum eftir að fjölga. Það verður bæði auðveldara og skemmtilegra fyrir okkur." sagði Sveinn Valgeirsson skipstjóri að lokum.
Veiðiferð með túnfískveiðiskipinu Byr VE 373 í nóvember 1998.
Frásögn Finns Garðarssonar
Finnur byrjar a að greina frá því að Byr hafi verið breytt í Póllandi og skipið sérútbúið til túnfiskveiða. Veiðarfæri og búnaður þeim tengdur eru að meira og minna leyti fengin frá Japan. Línan er ekki nema 4,6 mm í þvermál en er allt að 130 km löng og er á þremur trommlum á efra dekki. Þó er misjafnt hversu mikil lína er lögð í einu.
Radíóbaujum, sem gefa upp staðsetningu línunnar, er dreift á hana og eru tíu slíkar um borð. Flotkúlur halda línunni uppi í sjó og eru fimm til átta krókalínur á milli flotkúlna. Beitt er eingöngu smokkfiski sem keyptur er frá Argentínu og Japan.
Næst tekur hann fyrir meðhöndlun á aflanum. Þegar túnfiskurinn er kominn að síðu skipsins er hann skutlaður í hausinn með ífæru og stungið á aðalslagæð fyrir aftan eyrugga. Þá er hann hífður um borð inn á millidekk þar sem gert er að honum eftir ákveðnum reglum. Fyrst er hann sporðskorinn og allir uggar fjarlægðir. aftari hluti tálknbarða er fjarlægður og skorið á tálknfestingar. Rist er á kvið frá gotrauf og fram eftir án þess að fara alla leið að lífodda. Skorið er á görn í gotrauf og þá innyfli dregin út með tálknunum. Þannig er komið gat í gegnum fiskinn milli tálknbarða. Það svæði er síðan skafið vel og hreinsað ásamt kviðarholi.
Allur fiskurinn er síðan spúlaður vel að innan sem utan. Dregið er tóg í gengum sporðenda og gerð á það lykkja. Þetta er gert til þess að ná taki á fiskinum þegar hann er fluttur til. Að lokum er hann vigtaður og fluttur í blásarafrysti, þar sem hann er frystur við -70° C. Frystilestin, sem er um 300 rúmmetrar, er kæld að -50° C a.m.k.
Fyrsta túnfiskveiðiferðin
Lagt var af stað frá Vestmannaeyjum 1. nóvember 1998 í fyrstu túnfiskveiðiferð skipsins eftir að því var breytt. Sautján manna áhöfn var á skipinu í þessum túr, þar af tveir Japanar og þrír Indónesar, vanir menn.
Fyrsta lögn var lögð 2. nóvember og var línan 22.5 sjm og á henni 1730 krókar. Daginn eftir var þessi lögn dregin inn og var aflinn tveir túnfiskar, samtals 300 kg. Það tekur um það bil fimm tíma að að leggja línu með þessum krókafjöida, en sjö til átta tíma að draga hana. Lögnin er hins vega látin liggja í um það bil fimm tíma frá því búið er að leggja þar til byrjað er að draga.
Þann 4. nóvember drógum við aðra lögn og var aflinn einn hákarl, en þar sem afli var tregur í fyrstu lögnum var haldið lengra í suðurátt.
Þann 5. nóvember drógum við þriðju lögn. Aflinn þá var einn túnfiskur, 135 kg að þyngd og einn hákarl, en alls tók 10 tíma að draga línuna. Það var ákveðið að sigla á önnur mið og stefna tekin á svæðið SV af Hatton - Rockall. Þann 7. nóvember vorum við enn þá á siglingu í slæmu veðri suður á bóginn. Á hádegi 8. nóvember vorum við komnir suður fyrir 54° n. br. og á 9° v.l.
Þann 9. nóvember lögðum við fjórðu lögn í frekar slæmu veðri. Byrjað var að draga síðdegis í lögn. Aflinn þá var einn túnfiskur, 135 kg að þyngd og einn hákarl, en alls tók 10 tíma að draga línuna. Það var ákveðið að sigla á önnur mið og stefna tekin á svæðið SV af Hatton - Rockall. Þann 7. nóvember vorum við enn þá á siglingu í slæmu veðri suður á bóginn. Á hádegi 8. nóvember vorum við komnir suður fyrir 54° n. br. og á 9° v.l. slæmu veðri. Allar krókalínur voru minna og meira flæktar, ýmist utan um aðallínu eða saman. Tafðist dráttur mjög af þessum sökum. Alls tók um sextán tíma að draga línuna og var aflinn nokkrir bláháfar, en enginn túnfiskur. Uggar eru hirtir af bláháfnum og að auki nokkrir heilir, slægðir háfar til prufu.
Byrjunarerfíðleikar
Það olli nokkrum vandræðum að samhæfingu vantaði milli línuspilstromla og línulagningarvélar (lagningarkarls). Einnig virkaði ekki tölva í brú ekki sem skyldi, en hún á að sjá um stýringu á lögninni. Enn fremur náðist illa eða ekki samband við radíóbaujur til að staðsetja línuna. Af þessum sökum var ákveðið að sigla til Írlands og fá þangað mann frá Íslandi til að reyna að lagfæra glussabúnaðinn. Sá maður komst ekki fyrr en laugardaginn 14. nóvember. Það var og ákveðið að maður frá framleiðanda radíóbaujanna kæmi frá London til þess að lagfæra þær. Þess vegna var ákveðið að leggja einu sinni enn, áður en haldið yrði til Írlands.
Við lögðum fimmtu lögn þann 11. nóvember í frekar slæmu veðri. Við byrjuðum svo að draga seinni part dags. Þá brast skyndilega á ofsaveður, og urðum við þess vegna að hætta að draga og bíða þess að lægði. Veður lægði ekki fyrr en daginn eftir og voru krókalínur mjög flæktar og aflinn eingöngu nokkrir bláháfar. Síðdegis þann dag var svo haldið til Írlands og reiknað með eins og hálfs sólarhrings siglingu þangað.
Þann 13. nóvember var komið í höfn í bænum Killybegs við norðvestur strönd írska lýðveldisins. Gert var við skipið, tekin olía og kostur, og haldið úr höfn þann 15. nóvember og stefnan tekin á miðin vestur af Hatton Rockall.
Þann 17. nóvember lögðum við sjöttu lögn í ágætisveðri. Síðan var dregið síðdegis og aflinn einn 60. kg túnfiskur. Daginn eftir byrjuðum við að leggja á svipuðum slóðum, en urðum að hætta eftir um það bil 300 króka vegna vandræða með línutromlu. Hún vatt upp á sig og flækti línuna. Veður fór versnandi og var hætt við að leggja meira. Það sem hafði verið lagt var dregið nokkrum klukkustundum síðar, en enginn afli.
Þann 19. nóvember lögðum við sjöundu lögn, en þá vorum við saddir rétt við 200 mílna mörkin beint suður af Vestmannaeyjum. Við byrjuðum að draga línuna um tvö leytið þann dag. Kominn var 20. nóvember og við búnir að draga línuna í sextán klukkustundir með töfum, en línan slitnaði þrisvar sinnum og enginn afli. Veður fór mjög versnandi og ákveðið að hætta veiðum við svo búið, stefna sett á Vestmannaeyjar og komið í höfn þann 21. nóvember í Vestmannaeyjum.
Renndu blint í sjóinn
Finnur segir að mjög hafa verið til baga í þessum túr að ekki tókst að afla upplýsinga um staðsetningu og aflabrögð þeirra japönsku túnfiskveiðiskipa sem gerð eru út af kaupanda afurða Byrs, þrátt fyrir endurteknar fyrirspurnir. „Það var því rennt nokkuð blint í sjóinn með að velja hvar reynt skyldi við veiðarnar. Þá setti veður strik í reikninginn, en talsvert var um brælur meðan á túrnum stóð. Þá varð bilun í vélbúnaði sem gera þurfti við á Írlandi, en við slíku má alltaf búast með allt nýtt í fyrsta túr."
Finnur segir að menn hefðu þó gert sér grein fyrir því að óvissa yrði í fyrsta túr, sérstaklega þar sem svo langt hefði verið liðið á árið. „Þrátt fyrir léleg aflabrögð að þessu sinni fengu menn dýrmæta reynslu varðandi búnað skipsins og vinnubrögð, sem koma mun til góða í næstu túnfiskveiðiferðum skipsins."
Sveinn og Guðjón