Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1999/ Skipstjómarnámið í Vestmannaeyjum 1997-1998

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Skipstjórnarnámið í Vestmannaeyjum 1997-1998
Þetta var fyrsta árið sem skipstjórnarnámið hér í Eyjum fór fram á skipstjórnarbraut Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Lög um Stýrimannaskólann eins og lög annarra sérskóla eru ekki til lengur og nú eru þeir brautir í hinum ýmsu framhalds- og fjölbrautarskólum.
Sameining Framhaldsskólans og Stýrimannaskólans tókst ágætlega og þetta fyrsta starfsár skipstjórnanámsins í sameiningu við annað framhaldsnám hér gekk vel. Ánægjulegt var að nokkrir nemendur af 1. og 2. stigi gátu jafnframt skipstjórnarnáminu verið í vélavarðarnámi. Það voru stúdentar og aðrir, sem höfðu lokið nokkrum kjarnaáföngum í framhalds- og fjölbrautarskólum.

Í l. stigi voru 18 nemendur og í 2. stigi voru 8 nemendur. Hæstur í öðru stigi var Trausti Bergland Traustason frá Akureyri og annar Ólafur Ólafsson úr Kópavogi.

Stýrimannaskólinn 1997-1998

Trausti Bergland fékk loftvog í verðlaun frá Sigurði Einarssyni útgerðarmanni, en frá upphafi Stýrimannaskólans hafa þeir feðgar Einar heitinn Sigurðsson útgerðarmaður og Sigurður sonur hans veitt verðlaun fyrir hæstu einkunn úr 2. stigi. Trausti Bergland fékk einnig sjónauka, verðlaun Útvegsbændafélags Vestmannaeyja fyrir hæstu einkunn í siglingafræði og Ólafur Ólafsson fékk bókaverðlaun frá Rotaryklúbbi Vm. fyrir hæstu einkunn í íslensku.

Nú þegar þetta er skrifað á vorönn 1999 er ekki bjart framundan í skipstjórnarnáminu hér í Eyjum. Ný reglugerð hefur tekið gildi þar sem kveðið er á um að eitt af inntökuskilyrðum í fagnám skipstjórnarnámsins skuli vera tveggja ára nám (4 annir) á sjavarútvegsbrautum framhaldsskóla. Þetta nám átti að hefjast á sl. Hausti, en enginn nemandi innritaðist í það hér og í Reykjavík hófu 20 nemendur þetta nám. Hér er enginn á 1. stigi núna og ekki heldur í Reykjavík og Dalvík. Útlitið er því ekki bjart með skipstjórnarnámið næsta haust. Þó gæti rofað þar til, ef stúdentar eða aðrir, sem hafa lokið því námi, sem áskilið er á sjávarútvegsbraut mundu sækja um 1. stig fagnáms. Að sjálfsögðu eru nokkrir strákar búnir að ljúka þeim kjarnagreinum sem þar eru ákveðnar og gætu þess vegna komið í I. stig fagnámsins á haustönn 1999. Það þurfa ungir menn sem hafa áhuga á sjómennsku að athuga.
Frá skipstjórnarbrautinni eru á sjómannadegi sendar bestu kveðjur til allra sjómanna og ættingja þeirra.

Binni í Gröf að ná í soðið og skaut hnísu.