Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1999/ Skipakomur til Vestmannaeyja 1998

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Skipakomur til Vestmannaeyja 1998

Eimskipafélag íslands 100 komur
Samskip 54 komur
Nesskip 11 komur
Önnur ísl. farskip 26 komur
Erlend farmskip 50 komur
Farmskip samtals 241 komur

Íslensk fiskiskip önnur en VE 359 komur
Erlend fiskiskip 46 komur
Varðskip 13 komur
Rannsóknarskip 8 komur
Björgunar- og dráttarbátar 1 koma
Skútur og skemmtiferðaskip 29 komur
Alls voru skipakomur til Eyja. annara en skipa
skráðra í Vestmannaeyjum 1998 samtals 697 komur

11 sinnum voru skemmtiferðaskip tekin að bryggju
Yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar er Björgvin Magnússon, Gísli Einarsson er hafnsögumaður, Ágúst Bergsson er skipstjóri á Lóðsinum og Ólafur M. Kristinsson er hafnarstjóri.

Lagarfoss er eitt af fjórum skipum, sem eru í áætlunarsiglingum með viðkomu í Vestmannaeyjum. Skipið er í eigu Eimskipafélags Íslands. Á myndinni er hann í Vestmannaeyjum, fyrstu höfninni á Íslandi eftir að félagið eignaðist hann í ágúst 1997. Hann er skráður í St. Johns á Antigua. Lengd skipsins er 118 m. og ganghraðinn er allt að 16,0 sjómílur. Hann hefur rúm fyrir 543 theos (20 feta gáma), og í áhöfn eru 12 menn, allt Íslendingar. Lagarfoss siglir á suðurleið. Viðkomuhafnir eru Reykjavík, Straumsvík, Reykjavík, Vestmannaeyjar, Immingham, Rotterdam, Immingham, Vestmannaeyjar og Reykjavík, og tekur hver ferð 14 daga. Hér í Vestmannaeyjum er hann annan hvern fimmtudag á útleið og annan hvern sunnudag á uppleið. Hann flytur út ál frá ÍSAL í Straumsvík, til Immingham og Rotterdam og fiskafurðir í gámum til sömu hafna. Til landsins flytur skipið rafskaut til Straumsvíkur, en á móti hverju tonni, sem framleitt er af áli þarf 0,5 tonn af þeim. Einnig ýmsar aðrar rekstrarvörur fluttar til ISAL. Bílar í gámum eru einnig meðal vörunnar til landsins, hvers konar stykkjavara, og tómir ferskfisk - og frystigámar frá Immingham til Vestmannaeyja og Reykjavikur. Í Vestmannaeyjum lestar hann á uppleiðinni útflutningsafurðir til Reykjavíkur, þar sem þær fara í norðurleiðarskipin og skip sem sigla til Ameríku. Hann lestar einnig gáma í Immingham fyrir Færeyinga, og flytur þá til Reykjavíkur. Þar er þeim skipað um borð í Brúarfoss sem flytur þá til Færeyja. En Brúarfoss og skip Eimskipafélags Íslands, sem eru á norðurleið, lesta ferskan og frosinn fisk í Færeyjum til Hamborgar og Norðurlandanna.

Lagarfoss á útleið.


Þýskt leiguskip Eimskipafélags Íslands, Hanseduo. er í sömu áætlunarsiglingum og Lagarfoss, og er í Vestmannaeyjum á fimmtudögum og sunnudögum, á móti honum, og flytur sams konar vörur og hann. Skipstjórinn og yfirvélstjórinn eru þýskir, en stýrimenn og einn háseti eru íslenskir. Aðrir í áhöfninni eru frá Filipseyjum.

Tvö skip frá Samskipum, sem einnig eru í áætlunarsiglingum hafa fasta viðkomu í Vestmannaeyjum. Arnarfell, skráð í Kaupmannahöfn, er á tímaleigu með danskan skipstjóra. Aðrir í áhöfninni eru Íslendingar. Hitt skipið er systurskip Arnarfellsins og heitir Helgafell. Það er á þurrleigu, skráð á Isle of Man. Áhöfn Helgafellsins er íslensk, skipstjóri Valdimar Olgeirsson. Þessi skip eru 121.90 m á lengd, taka 703 theos (20 feta gáma), þar af 192 í lestir, og ganghraðinn er 16.5 sjómílur. Áætlun þessara skipa er þannig: Reykjavík, Vestmannaeyjar, Immingham, Rotterdam. Bremerhaven, Aarhus, Varberg, Moss og Reykjavík. Þessa leið sigla þau á 12 dögum, og eru í Vestmannaeyjum á föstudögum á útleið, en hafa ekki viðkomu þar á uppleið. Þau flytja út ál fyrir Norðurál, og allar fiskafurðir fyrir Íslenskar sjávarafurðir, Samherja o.fl. Fiskurinn fer að mestu til Immingham, og afgangurinn til Rotterdam og þaðan til Frakklands. Álið fer til Rotterdam. Upp flytja þessi skip rafskaut og aðrar rekstrarvörur fyrir Norðurál, almenna stykkjavöru og bíla.

Matthías Matthíasson Skipstjóri

Matthías Matthíasson skipstjóri á Lagarfossi, er sá starfandi skipstjóri, Eimskipafélags Íslands, sem hefur verið lengst í áætlunarsiglingum til Vestmannaeyja, eða frá janúar 1992, þegar hann tók við Dettifossi, sem þá var á Vestmannaeyjaáætluninni.
Matthías hóf sjómennsku á síðutogaranum Neptúnusi 1956 og var á Júpíter 1960 til 1961. Á báðum togurunum hjá hinum mikla aflamanni Bjarna Ingimarssyni skipstjóra.
Matthías réðst til Eimskipafélags Íslands í desember 1961, háseti á Gullfoss. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1965. Varð þá strax stýrimaður á Gullfossi til 1970, og á öðrum fossum eftir það til 1974. Þá afleysingarskipstjóri á Selfossi, og varð fastur skipstjóri á Múlafossi 1977 og öðrum skipum félagsíns í framhaldi af því.

Miðhús, sögufræg sjósóknarhús. Nú undir hrauni.