Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1999/ Notkun segla við að bæta bruna eldsneytis
Notkun segla við að bæta bruna eldsneytis
Skipalyftan ehf. í Vestmannaeyjum hefur tekið að sér umboð fyrir breska fyrirtækið Magnetizer UK. Magnetizer UK sérhæfir sig í að meðhöndla ýmiss konar vökva með seglum og meðal verkefna þeirra má nefna farþegaskip frá Stena line og Belfast freight þar sem náðst hefur mjög góður árangur í að ná niður olíueyðslu, minnka mengun í útblæstri og betri ending vélbúnaðar. Einnig vinnur fyrirtækið við vatnsmeðhöndlun fyrir drykkjarvöruframleiðendur, vatnsdreifingarfyrirtæki, sundlaugar o.fl.
Búnaðurinn er leigður út til viðskiptavina og hér á landi sér Skipalyftan um uppsetningu og mælingar á samsetningu lofttegunda í útblæstri fyrir og eftir uppsetningu en þannig má sjá áhrif seglanna á bruna eldsneytisins. Hreinni bruni, minni mengun. Þess má geta að búnaðurinn virkar ekki á einstakar vélategundir en með ofangreindum mælingum kemur það þá strax í ljós.
Við ófullkominn bruna eldsneytis myndast sót sem að hluta til fer út með útblæstri en hluti af sótögnum setjast til í sprengihólfinu eða þrýstast niður meðfram bullum. Þær sótagnir sem eftir verða eru skaðlegar vélinni á ýmsan hátt og spilla eiginleikum smurolíunnar. Við notkun MAGNETIZER-búnaðarins næst betri bruni eldsneytisins og þar af leiðandi lágmarkast uppsöfnun sóts í vélinni eða í smurolíunni.
Áhrif Magnetizer - búnaðarins hafa bæði verið staðfest með mælingum sem framkvæmdar hafa verið á rannsóknarstofum og á vélbúnaði í notkun. Af rannsóknarstofum sem framkvæmt hafa prófanir á þessum búnaði má nefna „British Internal Combustion Engine Research Institute". Þessi stofnun er notuð af ýmsum bílaframleiðendum við þróun á vélum og af olíufélögum við þróun á eldsneyti og smurolíutegundum. Prófanirnar, sem stóðu samfleytt yfir í 72 klst. sýndu fram a rúmlega 50% minnkun útblástursmengunar og 9,5% sparnað í olíunotkun miðað við stöðugt álag. Auk þess hafa verið gerðar prófanir af Bandaríska flughernum, Mercedes Benz, Nissan, Proton, Penske racing, VTEC, Ford/Volkswagen o.fl. og hafa allar þær mælingar sýnt fram á góðan árangur.
Saga vísindalegra rannsókna á áhrifum segulsviðs á vökva nær allt aftur til ársins 1831 og byggist aðallega á tilraunum þeirra Michaels Faraday og James Maxwell. Faraday uppgötvaði að vatn sem flæðir fram hjá rafleiðandi efni, fær veika rafspennu. Fyrsta einkaleyfið sem gefið var út fyrir búnað til að bæta eiginleika vatns með notkun segulsviðs, var gefið út í Þýskalandi árið 1890. Um aldamótin síðustu uppgötvaði hollenskur eðlisfræðingur, Dr. Johannes Diderik van der Waals, að vetni er að uppbyggingu líkt búri, og myndar sýndarsamsetningu með kolefni. Þessir sameindakraftar með gagnkvæmu aðdráttarafli og fráhrindingarkrafti (van der Waals kraftar) dragast hvor að öðrum undir áhrifum af segulsviði og bindast með aukasúrefni svo að árangurinn getur orðið áhrifamikil aukning á orkunýtingu við bruna og vegna þeirra þéttist gas og vatn leysist upp. Árið 1910 fékk hann Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvanir sínar. En erfiðleikar við að útbúa nægilega sterkt segulsvið hafa komið í veg fyrir viðskiptalega notkun þeirra þar til á síðustu ámm. Það var ekki fyrr en árið 1980 að kenning hans um að kljúfa kolvatnsefnissameindir með sterku og einangruðu segulsviði varð að veruleika og raunvemlega notuð þegar unnið var að gerð segulkerfisins (Magnetizer).
Þróun í rannsóknum á hagkvæmni í eldsneyti hófst í seinni heimsstyrjöldinni. Hluti af hervæðingunni var að sérfræðingar hjá Messerschmitt flugvélaverksmiðjunum unnu að því að eyða reykslæðunni sem myndaðist frá afgasi herflugvélanna. Til að leysa þetta vandamal hönnuðu þeir segulmagnaðan búnað úr eldþolnu postulíni, holan að innan fyrir eldsneytið og síðan var seglum komið fyrir utan um leiðsluna. Árangurinn varð sá að reykur úr afgasi vélanna nánast hvarf. Þá kom einnig í ljós að þessi búnaður sparaði eldsneyti verulega og það þótti að sjálfsögðu mikill plús líka.
Sá fyrsti, sem segja má að hafi nýtt þessa tækni í þágu almennings, var belgíski verkfræðingurinn T. Vermeiren um 1940. Í Bandaríkjunum höfðu gömlu fiskimennirnir, sem sigldu bátum sínum út á Murroflóa í Kaliforníu, sett skeifulaga segla yfir eldsneytisleiðslumar í bátunum. Þeir sóru og sárt við lögðu að seglarnir spöruðu eldsneyti og gerðu vélarnar gangvissari - og þeir höfðu rétt fyrir sér. Í Bandaríkjunum hófst almenn notkun segla til að breyta ástandi vökva um 1950 með einkaleyfi eins brautryðjandans, Dean Moody, sem ruddi brautina ásamt Belgíumanninum. Árið 1954 var kært til alríkisráðs viðskiptamála í Bandaríkjunum vegna fyrirtækis sem var að framleiða segulbúnaðinn. Ráðið gaf þegar út tilskipun sem bannaði frekari framleiðslu og byggði tilskipunina á fölsuðum staðhæfingum um að þessi búnaður virkaði ekki. Árið 1961 dæmdi svo alríkisdómstóll gegn ráðinu þar sem réttargögn upplýstu að einungis 3% af þeim 100 þúsund eintökum af búnaðinum, sem framleidd voru, hefðu ekki virkað.
Þeir sem skrifuðu næsta kafla sögunnar um áhrif segulmagns á vökva, voru á 7. áratugnum Japaninn Saburo Miyata Moriya og á 8. áratugnum bandarískur uppfinningamaður. Roland Carpenter. Á 9. áratug aldarinnar kom svo fram á sjónarsviðið Peter Kulish, stórsnjall uppfinningamaður frá Kaliforníu og upphafsmaður að MGI hönnuninni eða svonefndu einpóla kerfi. Með tilkomu hans urðu stórstígar framfarir í rannsóknum. Búnaðurinn þróaðist verulega, komst í fast og gott form enda hlaut hann einkaleyfi á honum.