Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1998/ Drífa VE 76 kemur heim eftir breytingar í Póllandi
Drífa VE 76 kemur heim eftir breytingar í Póllandi
Drífa VE 76 kom til Eyja í apríl s.l. frá Póllandi eftir gagngerar breytingar og endurbætur. Báturinn var lengdur aftur um tvo metra og dekkið frá hvalbak og að keis var hækkað um 50 sm og frá keis og aftur að skut var hækkunin um einn metri. Þá var hann sleginn út að aftan svo hann er nú beinn aftur og með betri vinnuaðstöðu. Í þessum nýja parti var komið fyrir fjórum nýjum olíutönkum. Nýr skipstjóraklefi var smíðaður aftan við brúna, þá var rifið innan úr lest og plötur endurnýjaðar og síðan allt sandblásið. Komið var fyrir nýjum vindum og grandaraspili. Spillagnir voru endurnýjaðar og lagðar úr rústfriu. Skipið var 88 brl. fyrir þessar breytingar en er nú 109 brl.
Blaðið óskar eigendum til hamingju með velheppnaðar breytingar.