Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1998/ Ísleifi VE 63 breytt í Færeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ísleifi VE 63 breytt í Færeyjum

Í febrúar sl. kom Ísleifur til heimahafnar frá Færeyjum ef'tir breytingar sem gerðar voru í skipasmíðastöðinni í Skálum. Þær tóku rúma fjóra mánuði.
Helstu breytingar sem gerðar voru: Sett var ný aðalvél í skipið af gerðinni Vartsila, 2460 kw, og ný Caterpiller, 550 kw.
Skipið var lengt um tvo metra og því slegið út að aftan og sett á það ný kraftblökk. Sjúkraklefi var innréttaður og vélarrúm stækkað. Skipið er nú hið vistlegasta hvar sem á það er litið. Í prufukeyrslu var ganghraði 13,7 sjómílur en við venjulegar aðstæður verður ganghraði 11,5 sjómílur.
Breytingarnar kostuðu 200 millj. kr. og hefur skipið reynst vel.