Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1996/ Formannavísur
Fara í flakk
Fara í leit
Sigurbjörn Sigurfinnsson
F. 9. desember 1911
D. 22. september 1979
Ásdís VE 144
- Sigurbjörn við sævarlán
- sækir á Ásdísi löngum,
- ekki smeykur einn á Rán
- þótt iðan skelli að dröngum.
Guðjón Jónsson
F. 15. desember 1899
D. 8.júlí 1966
Gullfoss VE 184
- Glettinn og hægur Gullfossi á
- Guðjón miðin sækir,
- glöggur vel, þótt gnoð sé smá,
- í gulan margan krækir.
Alexander Gíslason
F. 18. mars 1899
D. 29. janúar 1966
Gissur hvíti VE 5
- Á Gissuri hvíta ölduóð
- Alexander nemur.
- Kvikur og hnellinn gleðiglóð
- geymir mörgum fremur.
Guðni Árnason
F. 14. ágúst 1920
D. 3. október 1965
Atlantis VE 222
- Kannar ungur ölduris
- er iðuna súðir brjóta.
- Guðna Árna á Atlantis
- ei mun keppni þrjóta.
Ögmundur Hannesson
F. 16. Mars 1911
Hafaldan VE 7
- Ögmundur við unnarkoss
- ekki er á leiðum smeykur
- er byrinn hvass og hrannafoss
- við Hafölduna leikur.
Björn Þórðarson
F. 13. desember 1918
D. 31. mars 1994
Ingólfur VE 216
- Sækir Björn á fleyi fast
- fang við Ránardætur,
- við æði storms og öldukast
- Ingólf skríða lætur.