Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1991/Útvegsbændafélagið 70 ára

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Tveir þekktir í útvegsbændastéttinni. Magnús Kristinsson og Hilmar Rósmundsson, starfsmaður Útvegsbændafélagsins.

Útvegsbændafélagið 70 ára

Útvegsbændafélagið minntist 70 ára afmælis sins á síðasta ári. Var afmælisins veglega minnst með fagnaði. Þá afhenti félagið Byggðarsafni Vestmannaeyja að gjöf líkön af fjórum Vestmannaeyjaskipum sem Grímur Helgason frá Siglufirði hefur smíðað og Róbert Sigmundsson sett i sérsmíðaða glerkassa.

Líkast til yrði seint minnst á Útvegsbændafélagið öðru vísi en að Björn Guðmundsson kæmi þar við sögu. Að sjálfsögðu var hann mættur í afmælið, nýbúinn að eiga merkisafmæli sjálfur. Hér situr hann á spjalli við annan ekki síður kunnan útvegsmann, Harald Hannesson.
Þrír útgerðarmenn bera saman bækur sínar, Bergvin Oddsson á Glófaxa, Arnór Páll Valdimarsson Emmu og Guðjón Rögnvaldsson útgerðarmaður Gjafars.
Hilmar Rósmundsson afhendir Sigmundi Andéssyni safnverði gjafabréf fyrir líkönunum af Eyjaskipunum fjórum.