Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1989/Vélskólinn
Vélskólinn
Skólinn var settur þann 1. september 1988 og lauk haustönninni 17. desember. Nemendur á haustönn voru 5 í 1. stigi. Þeir eru Fannberg Stefánsson, Jón Einarsson, Júlíus Orn Arnarsson, Sæmundur Ingvarsson og Jóhann Baldursson blikksmíðameistari sem stundaði námið utanskóla.
Í öðru stigi á haustönn voru 5 nemendur. Þeir eru: Jón Gísli Jónsson, Kristinn Óskarsson, Magnús F. Valgeirsson, Sveinn Matthíasson og Willum Andersen. Auk þessara nema voru Höskuldur Kárason, Guðmundur Richardsson og Sigurður Sigurbergsson sem stunduðu nám í kælitækni (KÆL 1024) með öðrum nemendum í þeim áfanga.
Á vorönn eru 4 nemendur í öðru stigi. Þeir eru: Jón Gísli Jónsson, Kristinn Valgeirsson, Svanur Gunnsteinsson og Willum Andersen. Fyrsta stig er ekki starfrækt á vorönn 89 en töluvert er farið að spyrjast fyrir um möguleika á setu í því á haustönn 1989.
STYRKIR
í nóvember 88, sem sagt á haustönninni, var úthlutað styrkjum til nemenda í vélstjóranámi frá undanþágunefnd Siglingamálastofnunar og komu 30.000 í hlut hvers nemanda. Ætti þetta að hvetja menn enn frekar til þess að koma í vélstjóranámið.
STUÐNINGSNEFND
Á haustönn tilnefndi skólanefnd Framhaldsskólans fimm menn í nefnd sem skal vera til stuðnings við vélstjórnarnámið hér í Vestmannaeyjum. Er þetta gert til þess að styrkja stöðu vélstjórnamámsins og líka tengja það betur þörfum atvinnulífsins. Í nefndinni eru Sigurður Einarsson fulltrúi fiskvinnslunnar, Hjörtur Hermannsson fulltrúi útvegsbænda, Þorsteinn Arnason fulltrúi Vélstjórafélagsins í Vestmannaeyjum, Kristján Jóhannesson fulltrúi skólans og Jón Gísli Jónsson fulltrúi nemenda í vélstjórnarnámi.
SLYSAVARNANÁMSKEIÐ
Á vorönn hafa nemendur átt þess kost í fyrsta skipti að komast á námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna og líkaði þeim mjög vel það sem þar fór fram og er vonandi að áframhald verði á þessum þætti og að hann verði fastur liður í skólastarfinu. Tryggja þarf að nemendur á báðum önnum skólaársins fái þessa fræðslu og þjálfun. Það eru oft ekki sömu nemendur á haustönn og vorönnn í vélstjórnarnáminu. Þyrfti að vera betra samband á milli skólanna til að auðvelda skipulagningu námsins.
VERKNÁMSHÚS
Fyrsta skóflustungan að nýju verknámshúsi með vélasal og málmsmíðadeild var tekin í nóvember af Þorbirni Pálssyni sem er formaður nefndar sem sér um framkvæmdir byggingarinnar. Aðrir í þeirri nefnd eru Ólafur H. Sigurjónsson skólameistari FÍV og Ólafur Lárusson kennari. Langt er komið með jarðvegsskipti sem Áhaldahúsið sér um og uppsteypu grunns og plötu sem Helgi Hjálmarsson og Björn E. Ásbjörnsson hafa séð um.
VERKFALL
Þegar þetta er skrifað 30. apríl þá er enn ekki séð fvrir endann á verkfalli sem hófst 6. apríl síðast liðinn hjá Hinu íslenska kennarafélagi og öðrum félögum innan BHMR. Þetta verkfall setur stórt strik í reikninginn fyrir starfsemi skólans af því að flestir kennarar við skólann eru í þessu félagi. Ekki eru fyrirséðar afleiðingar verkfallsins og erfitt að spá þar um.
í þeirri óvissu læt ég þessum pistli lokið með bestu kveðjum til sjómanna.
Kristján Jóhannesson vélfræðingur