Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Reglugerð um bann við togveiðum
Skipum, sem stunda fiskveiðar með botnvörpu og flotvörpu eru bannaðar veiðar við Vestmannaeyjar á eftirgreindum tíma og svæðum:
a) Á tímabilinu 15. maí tll 1. sept. 1987 austan Heimaeyjar innan þriggja sjómílna frá fjörumarki eyjarinnar. Að norðan markast svæðið af línu, sem dregin er réttvísandi norður frá Stóra Erni. Að sunnan markast svæðið af línu, sem dregin er réttvísandi suður frá Stórhöfða.
b) Á tímabilinu 1. sept. 1987 til 1. febr. 1988 innan þriggja sjómílna frá fjörumarki Heimaeyjar.
Á tímabilinu frá og með 1. júní 1987 tll 1. september 1987 eru allar togveíðar bannaðar á svæði vlð Hrollaugseyjar milli lína, sem dregnar eru réttvísandl 150 frá eftirgreindum punktum:
Að utan markast svæðið af línu sem dregin er 9 sjómílur frá grunnlínu sbr. reglugerð nr. 299/1975. (Lína dregin milli Stokksness, Hrollaugseyja, Tvískerja og Ingólfshöfða).
Brot á aðkvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 81 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 81 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þelm, sem hlut eiga að máli.