Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Ýtingar og lendingar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sæfinnur á Öldu:

„Ýtingar“ og „lendingar“ o.fl.


Það má segja, að „Surtur fari sunnan með svigalævi“, þegar Kári byrjar skammt fyrir norðan miðjarðarlínu að reka ölduna á Atlantshafinu á undan sér upp að Íslandsströnd. og öldurnar himinháar, ólgandi og trylltar, reka froðufellandi koss á svartar varirSands á Strönd. Þá er fundurinn fyrirferðarmikill, er kossaleikurinn helst nokkrar vikur samfleytt og hvíldarlaust. Það er hvorki fáráðum né heiglum hent að blanda sér í það busl, og ætla sér að láta knörrin kyssa „vör“, og komast af með lífi. Ægisdætur hafa löðrungað margan dugandi dreng í hel fyrir þá ofdirfsku, að hafa ætlað sér að hlaupa í kapp við þær, að hylla Sand hinn svarta á Strönd. Þær fálur hafa þá sök á bökum sínum, að hafa hæft þá hundruðum saman, rotað marga þeirra og þeytt þeim síðan klæðlausum, rifnum, þvættum, tættum og svívirðilega útleiknum í Sand. Það er ekki nema í landáttum og ládeyðu að tækifæri bjóðast til kyrrlátra kossa hjá knör og „vör“, með allri suðurströnd landsins frá Reykjanesi til Austurhorns, sem er yfir 60 mílur. Á allri þessari strandlengju eru aðeins 3-4 svonefndar hafnir, sem sé Eyrarbakki, Stokkseyri, Hornafjörður og Papós. Af þessum höfnum er lítill efi á því, að Hornafjörður sé langbesta skipalægi, einkum á innri skipalegunni, milli eyjanna við kauptúnið. Er undarlegt, að sú höfn skuli ekki vera notuð meira en er.
Öll þessi mikla strandlengja liggur opin og berskjalda fyrir árásum og öldugangi Atlantshafsins, og það munu teljandi þeir dagar á árinu, sem lendandi sé opnum bátum eða skipum við hana víðast hvar; en rúmlega 20 munu þeir samt oft verða, og töluvert fleiri í hinum svonefndu veiðistöðum: Grindavík. Selvog. Þorlákshöfn. Eyrarbakka, Stokkseyri, og svo í Mýrdalnum, frá Ingólfshöfða til Vesturhorns, og í Lónsvíkinni þaðan til Austurhorns.

Það er nokkuð öðruvísi, þegar Kári sefur hjá Rán, og hin glitofna ábreiða þeirra bærist ekki, og sólin er að skoða sig í hinum breiða spegli, sem ljómar yfir rúmi þeirra, en litlu bárurnar eru að leika sér í meinleysi og hægðum sínum við „varirnar“, og Svartur breiðir út faðminn brosandi á móti öllu og öllum aðkomandi. Þá er fagurt og fýsilegt að róa, og fögnuður hjá báðum: Brún og Báru, þegar knörinn kyssir „vörina“, hálffullur af fiski, og hefir farm sinn að auki í seilum í 100 faðma löngum taumi á eftir, en konan léttfætt og stálpuð börnin í „skiptifjörunni“, sem fagna björginni eins og lífinu, og faðma að sér ástvinina, sem koma heilir af hrönn með höpp á knerri. Að fornu fari er margra glaðra daga að minnast við þessi tækifæri. — En tímarnir hafa breyst. — Árið 1770 voru 30 áttæringar í Rangárvallasýslu. Seinn urðu sex- og áttæringar 50 í sömu sýslu. Í Mýrdalnum hafa sex- og áttæringar orðið stundum 20 að tölu. Í Rangárvallasýslunni eru því nær engin skip orðin til; og svo hefir það verið síðan fyrir næstliðin aldamót. Í Mýrdalnum hafa skipin verið sárafá og lítil seinustu árin. Í veiðistöðum þessara sýslna var oft áður góður afli og háir hlutir á vetrarvertíðum, 2-8 hundruð afþorski og ýsu, og góð viðbrót á vorvertíðum, 1-3 hundruð af ýsu, lúðu og löngu. Nú fær enginn máltíð úr sjó á svæði þessu að sumri til. Margir sóttu áður í Landeyjar og til Eyjafjalla til sjóróðra á vetravertíðum úr Álftaveri, Meðallandi, Landbroti, Fljótshverfi, SíðuSkaftártungu, og svo úr Fljótshlíð, Rangár-völlum, Landi, Holtum og Hvolhrepp. Það var ekki heldur dýr útróður. Maðurinn borgaði tvö fiskvirði fyrir vikuna, en fékk fóður handa hesti sínum. húsnæði, þjónustu, og fæði í bæði mál, — lagði sér aðeins feiti og miðdagsmat.
Meðan sjór var stundaður í Rangárvallasýslunni voru lendingar — sandarnir — ,,útræðin“ — kenndir við þá bæi, sem þeir voru fram undan, t.d. í Vestur-Landeyjum: Alfhólasandur og Kotasandur. í Austur-Landeyjum: Hallgeirseyjarsandur, Krosssandur, Bryggnasandur, Kirkjulandssandur og Önundarstaðasandur. Undir Vestur-Eyjafjöllum voru lend-ingarstaðirnir nefndar „varir“, og kenndar við bæi: .,Sandavarir“ og „Holts-varir“. Undir Austur-Eyjafjöllum voru „Miðbælis-varir“ nafnkenndar um óra langan tíma.
Þessir lendingar-,,sandar“ og -„varir“ höfðu það til síns ágætis, að einmitt þar voru oft svonefnd „hlið“, — „skörð“ — í briminu við ströndina. Langs með allri sjávarströndinni, þar sem „sandarnir“ eru, liggja sandrif, sumstaðar tvöföld og þreföld. Misdýpi á þeim og milli þeirra er 2-12 fet. Sumstaðar eru „eyrar“ þessar upp úr um stórstraumsfjöru nálægt sandinum eða ströndinni.
Í þessum „eyrum“ er laus sandur; þær breytast þess vegna iðulega, hækka og lækka, og „hlið“ eða „skörð“ koma í þær, er fyllast svo aftur eftir fáar vikur.
Er það einkum í sunnanáttum og miklu hafbrimi, að „hliðin“ myndast. Straumur verður svo harður milli brimfallanna úr frá ströndinni af ölduganginum, að hann rýfur lægðir eða „skörð“ í „eyrarnar“ til þess að leita jafnvægisaftur, þarsem „hlið“er komið, getur straumurjnn út á milli „eyranna“ haldið „hliðinu“ við um lengri og skemmri tíma, og því stærri sem „eyrarnar“ eru á báðar hliðar við „hliðið“, því meiri verður straumurinn milli þeirra. Það eru einmitt þessi sund eða „hliðin“ milli „eyranna“ sem farin eru úr landi og í land þegar róið er við „sandana“ og nokkur veruleg hreyfing eða brim er í sjó, því á þeim fellur miklu sjaldnar en á „eyrunum“, í kring. Er þetta besta „sjávarlagið“ til útræðis eða sjósóknar. En sjávarlagið með „söndunum“ er allbreytilegt. Sumstaðar er allt eitt grunn og „eyraklasi“, svo hvergi flýtur að landi. Sumstaðar eru litlar „eyrar“ eða grunn, en svo aðdjúpt, að aldan fellur ekki nema í miklu brimi fyrr en hún kemur alveg að „sandinum“. Sé grunnt í „lánni“ eða við „marbakkann“, fellur aldan — „Iandsjórinninn“ — á „lykkju“ sem kallað er, og er það mjög hættulegt til „ýtingar“ og „lendingar“, því þess háttar holföll — „holskeflur“ — bera hvorki skip né lyfta þeim, heldur vaða yfir þau og kæfa eða hvolfa, en þá er ógæfan vís. Sé aðdjúpt upp að „marbakka“ eða sandinum, verður „landsjórinn“ betri viðureignar, múgasjór hættuminni en holsjór. Hár „marbakki“, sem illa fellur upp á, er hættulegur til lendingar.

Brimlending í Vík.

Falli á svonefndu „útrifi“ er sjór víðast alófær; en lendandi getur verið, þó nokkuð víða „falli“ á „rifi“, þ.e. sandhryggnum, sem liggur víða hér um bil 100 faðma frá landi, og svo „eyrum“ hér og hvar. Í meira og minna brimi koma oftast nokkur „lög“ sem kölluð eru; þau vara sjaldan Iengur en meðan 3-4 öldur falla — nokkrar mínútur. „Olögin“ vara ætíð margfalt lengur. Sé vondur sjór, er ætíð tekið „lag“ yfir „rifið“. Svo verður að bíða eftir „lagi“ á „legunni“, 20-30 faðma frá landi. Getur þá oft verið illt „að halda sér þar við“ með árum vegna straums frá „eyrunum“, því „eyraföllin“ vilja draga hvað sem flýtur, til sín.
Við „lendinguna“ er vandinn mestur, að „taka lagið“ eða „velja lagið“ og stýra í land. Misheppnist að velja „lagið“, er vís „kæfa“ eða hrakningur að meira eða minna leyti, og sé skipinu illa stýrt, svo það fari skakkt — ekki beint — undan öldunni í land, er hún í standi til að hvolfa því um leið og framendi þess snertir sandinn; en fari svo, munu oftast einhverjir drukkna af þeim, sem verða undir skipinu eða innan í því, náist þeir ekki fyrr en umseinan, og sumir nást aldrei, — þeir dragast út með „sog-unum“, því oft er lítil mannhjálp við höndina, og aðstaðan vond, og svo ásóknin í „landsjónum“.
Flest manntjón eða drukknanir við „sandana“ hafa orðið þegar skipi hefir hvolft í „lendingu“. Það er nokkuð sjaldgæft, að skip hafi farist á „rifinu“ eða „eyri“. Það mun hafa borið við hér um bil tvisvar á öld, en þá hefir öll skipshöfnin farist. Þegar skipi hvolfir við „sandinn“, ríður mest á því að snúa skipinu upp sem allra fyrst, ef menn eru innan í því; verði það ekki á að slá úr því „negluna“, en verði ekki komist að henni vegna óláta í sjónum, verður að brjóta fljótt gat á skipið með einhverju móti, til þess að reyna að bjarga mönnunum frá því að kafna þar í loftleysi. Þegar lagt er að landi, — á að lenda, — er róið öllum áum svo vel sem unnt er, þangað til skipið kennir „sandsins“, þá er allt gert í sama augabragði: allir leggja upp árar langsetis eftir skipinu, einn frískasti maðurinn hleypur fram af skipinu með „kollubandið“ — 15-20 faðma langan kaðal — annar hleypur með „hnútubandið“ — jafnlangt — út af kinn-ung skipsins — sé það stórt, — annars er látið nægja eitt band, 2-4 menn „fara utan undir“ — fara út á sjóborða, — hver fyrir sig heldur í faðmlangt band úr skipinu, og halla því á land eða á þá hliðina, sem því er ætlað að slá á, og standa svo undir því, svo það eigi „detti í sjó“, og varna þannig að „landsjórinn“ fari inn í það utanfrá, en oft fer „landsogið“ í það og hálffyllir. — sogið ofan af landinu eftir hverja öldu eða „fall“.
Formaðurinn tekur af stýrið undir eins, og oftast slær fyrsta aldan eða „lendingarsjórinn“ skipinu þversum eða flötu að „sandinum“ um leið og það rekst með hörðu kasti í hann, stundum gerir næsta alda það og skola því á hliðinni upp eftir fjörunni. Allir, sem geta, hlaupa þegar fært er, upp úr skipinu, og fara að létta það, ef flutningur er, fiskur eða annað, en nokkrir toga í „böndin“, svo skipið dragist ekki út, sem hætt er við, sé sjávarlagið vont, því þá eru lægðir, og gúlar í „flæðarmálinu“, er mynda „sveipi“, svo djúpa og straumharða í hverju „útsogi“, að skipið nærri flýtur í þeim og lítt mögulegt verður að halda því með 8-10 mönnum — sé það stórt. Undir þess háttar kringum-stæðum er sælst til þess að lenda á gúlum — hæðum — milli „sveipanna“.
Ef allt á vel að fara í lendingu, ríður á því, að engum mistakist það verk, sem honum er ætlað að gera, t.d. misheppnist „bandamanni“ að komast upp með „bandið“, getur skipið dregist út aftur og „kæft“ eða hvolft og mennirnir ekki komist út úr því. Venjulegast hafa „bandamenn“ samt komist af, þó aðrir hafi drukknað. Bandamanni er ætíð best að fara út með „land-sogi“ — „aðsogi“ — ef unnt er, því mæti honum hart og djúpt „útsog“ — sem nær honum í mitti, —getur það fellt hann. Leggist árar illa upp, geta þær bæði brotnað og rekist gegnum skipið brotið það. — En þegar „sjór er vondur“, er ætíð hætt við handaskolum hjá einhverjum og jafnvel hræðslu hjá einstöku manni og óvaningum. Þegar lagt er að landi í lítt færu eða ófæru, er lagt í tvísýnu, ,,upp á líf og dauða“, líkt og í stríði, þegar fylking eða flokkur manna er sendur á móti miklu öflugri hersveit eða vel útbúnum kastala. Á einhvern hátt tekur „lendingin“ stuttan tíma — nokkrar mínútur. Á sumu, sem þar gerist, festir einn viðstaddur áhorfandi naumast auga. Viðbrögðin eru svo snögg og fyrirbrigðin svo mörg í einu. Við „ýtingu“ og lendingu í misjöfnu þarf ætíð á góðri eftirtekt. Dugnaði og snarræði að halda, og dugar stundum ekki — fer illa samt, — og flestir taka þá á öllu, sem til er.
í öllu góðu er samt „ýting“ og „lending“ alvörugefinn gamanleikur. Þá eru allir einhuga og samhuga: að leggja fram alla sína andlegu og líkamlegu krafta, sem við eiga, og framkvæmdin sýnir þá sjómannshæfileikana. Vönum engu síður en óvönum áhorfendum, verður ætíð starsýnt á „ýtingu“ og „lendingu“ við „sandinn“, þó einkum í „vondum sjó“. Þar má oft ekki á milli sjá, hvort sigri: líf eða dauði, og mörgum hefir brugðið við þá sviplegu sjón, þegar meiri eða minni hluti einnar skipshafnar hefir drukknað, stundum 14 menn í einu á fáum mínútum. Alda sú, sem rekur skipið með feikna kasti í „lendingu“ í „sandinn“, slær því um leið og hvolfir, stundum hálfslær hún því, en næsta öldufall hvolfir því, og það svo hart, að sumir menn hafa þeyst úr því um leið upp í þurran „sand“ — þ.e. upp fyrir flæðarmál — og skipið brotnað um leið. Það er þessi mikla og snögga sveifla „holskeflunnar“, sem skip og menn standast ekki. — Þar verður allt sem fis fyrir vindi. — Sumir verða undir skipinu, sumar innan í, ognokkrir dragast út úr því og í kaf. Þegar næg mannhjálp hefir verið til staðar, hefir mörgum verið bjargað af þeim, sem flotið hafa í „flæðinu“ eða í „flæðarmáli“, og fallnir hafa verið, eða ekki hafa getað fótað sig. Stöku sinnum hafa menn í landi verið „vaðbundnir“, til þess að geta gengið betur fram en lausir menn að taka á móti skipi í „lendingu“ í „vondum sjó“, koma í það „bandi“, ná mönnunum á floti í „flæðinu“, og svo farangur, hafi hann verið, og bjargað þannig mörgu, sem annars heföi tapast.
Fyrr á öldinni þóttu það tíðindi í frásögur færandi, er menn bárust á banaspjótum og nokkrir menn voru vegnir. Víg og manndráp þykja enn nokkurs konar „krydd“ í sögunum, sem bragð sé að. Í slysfaradauða er lítið minna varið. Við sumar slysfarir hefir eitthvað gerst sögulegt, sem þýðingu hefir haft, sem lagt hefir verið í þagnargildi, bæði vegna þeirra, sem fyrirástvina- og ættingjamissi hafa orðið, og svo hinna, sem manndrápunum eöa slysunum hafa valdið, þótt það hafi verið óviljandi. Orsakir slysfara er samt nauðsynlegt fyrir sjómenn að þekkja og ráð gegn hættunum.

Lendingarsjórinn hefur slegið skipinu flötu (þversum) að sandinum.


„Ýtingunni“ er þannig háttað, að þegar öll skipshöfnin er „skinnklædd“ og tilbúin í skiptifjörunni, er skipið „árað“, þ.e. árar lagðar í keipa, skipið „haft rétt“ og sett á hlunnum fram í „flæði“, svo íramarlega sem það verður „stutt“, og beðið eftir lagi „á fremsta hlunn“. Þegar „sjór er góður“, verður biðin stutt, en þegar hann er „vondur“, verður hún oft löng, 1-2 klst., eða jafnvel miklu lengur hjá einstaka kappsmanni, þar til notandi „lag“ kemur.
Tveir „styðja frammí“, — það er fremstu mennirnir, — venjulega hinir duglegustu; „um róðurinn“, þ.e. miðju skipsins, stendur hver maður framan við sinn keip og ár og styður skipið, svo því hvorki „slái“ né það detti áhliðina; hinir, sem afgangs eru, styðja skutinn báðum megin ásamt formanni, sem er aftast og horfir fram á hafið; hinir snúa flatir baki eða hlið að skipinu og horfa meir til lands en sjávar. Þegar formanni virðist „lagið“ koma, kallar hann snöggt: „Förum við nær!“ og svo: „Takið á því!“. Undir eins taka allir á skipinu með öllu afli og ýta því á flot, einkum þeir, sem eru við skutinn.
Þegar sjórinn lyftir skipinu að framan og það fer að fljóta, fara allir ,,um róðurinn“ upp í það og leggja út árar og róa eins mikið og þeir geta, en hinir ýta því á flot og vaða eins langt og þeir geta, ef þörf gerist. Þegar laust er við „sandinn“ og komið er út á „leguna“. Er bandið úr afturstafni, sem lá upp á land — til vara ef upp hefði slegið — dregið inn, og stýrið látið á; þeir sem undir árum eru, „leggja sér þegar lag“ út yfir „rifið“, allir taka ofan og lesa sjóferðamannsbænina, þ.e.a.s. þeir sem kunna hana; að henni lokinni signdu sumir guðhræddir formennfyrir aftan skipið og báðu guð háttað gæta skips og manna, og sumir báðu líka um fisk eða afla.
Misheppnist ..ýtingin“. hittir „ólag“ skipið í miðjum klíðum. fellur stundum yfir það og fyllir að meira eða minna leyti, slær því flötu til annarrar hvorrar hliðar með „sandinum“; mega þá allir, sem eru á landborða, gæta sín, að forða sér undan því. Margir gefa sig þá að því bandi, sem er aftur af skipinu, til þess að halda því svo það dragist ekki út. Eftir „uppsláttinn“ er skipið „borið við“ aftur, og reynt í annað sinn að fara á flot. — Margir hafa gefið sig eftir einn „uppslátt“ og flestir eftir tvo. Fáir munu hafa fengið þrjá „uppslætti“ á einum degi, því flestir dasast og dofna við hrakning þann og hættu, sem „uppsláttar“-sviptingum eru samfara. Menn hafa oft meiðst við þetta og skip hafa stundum brotnað mjög mikið, en drukknanir hafa verið mjög sjaldgæfar.
Þessi fáorða lýsing á „lending“ og „ýting“ við „sandana“ heyrir bráðum orðið til liðna tímanum, því sjóferðir út af „söndunum“ eru sumstaðar aflagðar fyrir nokkrum árum og sumstaðar óðum fækkandi vegna aflaleysis. En af henni getur samt örðið skiljanlegra, ef sagt yrði einhvern tíma nákvæmlega frá einstökum slysförum út af fyrir sig, sem orðið hafa á liðnum tímum. En það er komandi tímans að vita, að fyrr voru valdir í formannsstöðuna úrvals sjómenn að viti, aðgætniog dugnaði, og mörgum þeirra fór það starf svo snilldarlega úr hendi, að þeir áunnu sér óbifanlegt traust, álit og virðingu, ekki einasta háseta sinna, heldur líka annarra skipshafna í veiðistöðinni um nokkra áratugi — sumir um 40 ár — fyrir að hafa aldrei fengið „austursmál“, og að aldrei hafi orðið neitt að hjá þeim.

--------

Sæfinnur á öldu


Höfundur þessarar greinar er enginn annar en Sigurður Sigurfinnsson, hreppstjóri, en hann var afkastamikill rithöfundur og reyndar fræðimaður á sínum tíma. Grein þessa ritaði hann 1915 og birtist hún í Andvara.
Þá má geta þess að 1913 ritaði hann fróðlega ritgerð í Árbók fornleifafélagsins, sem hann nefnir: Gömul örnefni í Vestmannaeyjum.
Margt af ritgerðum Sigurður birtust undir dulnefnum t. d. í Fjallkonunni á tímabilinu 1891-1897. Þá munu enn leynast eftir hann ýmsar óbirtar ritgerðir, og er þar á meðal löng greinargerð um slysfarir á Íslandi.