Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1984/ Ljóð eftir Lýð Ægisson skipstjóra
Fara í flakk
Fara í leit
- Ljóð eftir Lýð Ægisson skipstjóra
- Þeir sem ganga hinn gullna veg
- gleði og blessun hljóta.
- Ævi hinna er ömurleg
- sem öllu bölva og blóta.
- Þeir sem ganga hinn gullna veg
- Þú ert blautur en býsna klár
- berð þig vel í þynnku.
- Þolir allvel frost og fár
- og fyrirlítur linku.
- Þú ert blautur en býsna klár
- En Bakkus gamli brýtur allt
- og brenglar öllum vonum.
- Þeim löngum reynist lánið valt
- sem leika sér að honum.
- En Bakkus gamli brýtur allt
- Hafðu frá mér heillaráð -
- hættu stút að naga -.
- Þá líf þitt verður ljóma skráð
- og ljúf þín ævisaga.
- Hafðu frá mér heillaráð -
- 19. mars 1983
- MINN BESTI VIN
- Oft ég leiði hugann heim til þín
- og horfi oní æskusporin mín.
- Ég minnist þess hve mild þú varst og góð.
- Mamma, ég þér helga þetta ljóð.
- Margt var erfitt æskuárin mín
- ótal margt sem hrelldi litla sál.
- Þá man ég alltaf mildu orðin þín
- þá miklu ást sem sérhvert slökkti bál.
- Margt var erfitt æskuárin mín
- Fyrstu árin man ég furðu vel,
- finn þann yl sem fékk ég þá þér frá.
- Ég næturvökur þær ei núna tel
- en nýt þess enn hve natin varstu þá.
- Fyrstu árin man ég furðu vel,
- Ef allir ættu einhvern að sem þig
- einhvern sem að stæði slíkan vörð.
- Og hefðu öðlast heppni á við mig
- þá himnaríki væri hér á Jörð.
- Ef allir ættu einhvern að sem þig
- Þú átt skilið indælt ævikvöld
- þar sem einlæg ást og gleði hafa völd.
- Því ætla ég, ó elsku mamma mín
- í ellinni að fá að gæta þín.
- Þú átt skilið indælt ævikvöld