Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Vertíðin 1983

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Vertíðin 1983
Fallegur afli
Strákurinn fékk að fara á sjó. Hann stóð sig vel við sjómennskuna
Verkun aflans
Á lokadaginn
Feðgar

Janúar: Skipstjórar á netabátum voru komnir með þandar taugar um áramót yfir plássum í kantinum. Á taugaspennunni slaknaði á nýársdag er þeir fyrstu fóru að leggja í leiðindaveðri er hélst næstu daga. Þó margir gagnrýni þessa taugaspennu og læti í skipstjórum um áramót, þá er það reynsla undanfarinna ára að þessir bátar sem ná góðum plássum í kantinum eru yfirleitt hæstu bátar í vertíðarlok og setja strax vertíðarsvip á bæjarlífið.
Heildaraflinn varð 1804,4 tonn. Togarar fengu 871,4 tonn í 8 veiðiferðum eða 108,9 tonn í veiðiferð. Breki VE 41 varð hæstur í janúar með 368,6 tonn. Netabátar voru 12 í janúar og öfluðu 526,6 tonn í 107 róðrum eða 4,9 tonn í róðri að meðaltali. Suðurey VE 500 var hæst með 81,7 tonn í 14 róðrum. 19 bátar voru á togveiðum og öfluðu 382,2 tonn í 51 veiðiferð, 7,5 tonn að meðaltali. Bjarnarey VE 501 var hæst með 49,5 tonn í 3 veiðiferðum. 9 bátar voru á línu og að trillum meðtöldum fengu 24,2 tonn, 0,9 tonn í róðri af úrvals fiski, aðallega ýsu. Þessi mikla ýsugegnd á línuna fannst manni lofa góðu. Alls lönduðu 43 skip í janúar og lönduðu 194 sinnum.
Tíðarfar var mjög rysjótt og leiðinlegt í mánuðinum. 4. janúar var NA 1 vindstig kl. 06, klukkustund síðar eða kl. 07 voru komin VSV 11 vindstig. 5 janúar mældist lægsti Ioftþrýstingur í 50 ár, 929,5 mb. og næstu daga voru 10-12 vindstig hluta úr sólarhring af öllum áttum. Eftir 25. janúar breytti um til hins betra.

Febrúar: Heildarafli í mánuðinum varð 4420,4 tonn. Togarar fengu 664 tonn í 5 veiðiferðum, 132,8 tonn í veiðiferð. Netabátar voru 20 og öfluðu 2363,4 tonn í 254 róðrum, 9,3 tonn að meðaltali í róðri. Sighvatur Bjarnason VE 81 aflaði 241,1 tonn og var hæstur netabáta. 25 togbátar öfluðu 1340,9 tonn í 146 veiðiferðum, 9,2 tonn að meðaltali. Huginn VE 55 var aflahæstur togbáta með 144,6 tonn. 15. febrúar var fjaran opnuð fyrir togbáta. Færðist þá töluvert líf í aflabrögð togbáta. Uppistaðan í aflanum var ýsa. 9 bátar voru á línu og öfluðu þeir ásamt trillum 45 tonn í 45 róðrum. 7,2 tonn fengust hjá 8 trillum, aðeins að færast líf hjá trillukörlum, enda spjallað mikið á Bæjarbryggjunni.
Heildaraflinn frá áramótum orðinn 6224,9 tonn. Alls lönduðu 64 skip í febrúar og lönduðu 473 sinnum.
Febrúar var sæmilegur tíl sjósóknar, en 4. febrúar varð veðrið verst ASA 11 vindstig um morguninn, en NV 12 vindstig síðdegis.

Mars: er sá mánuður sem vekur hvað mestar vonir um að sá guli sé að koma. Ef bátur rekur í róður lyftist brúnin á bæjarbúum og menn ræðast meira við en ella um lífsins gang og aflabrögð. Heildaraflinn varð 12.044,7 tonn. Togarar öfluðu 1779,7 tonn í 12 veiðiferðum eða 148,3 tonn í veiðiferð. Allgóð blálönguhrota kom hjá togurunum, en einhver vandkvæði voru í verkun aflans. Þá heyrðist samtal milli fiskverkanda og skipstjóra, fiskverkandinn bað skipstjórann að hætta að fiska blálöngu. Karl sagði helvíti hart að loksins þegar hann fengi fisk væri hann rekinn úr honum og þegar hann fiskaði ekki væri hann líka rekinn. Það er vandlifað að vera sjómaður þegar veiðunum er stjórnað úr landi.
30 netabátar öfluðu 6893,1 tonn í 531 róðri eða 13 tonn að meðaltali. Þórunn Sveinsdóttir VE 401 var hæst með 483,8 tonn í 13 róðrum. Fór nú fiðringur um margan toppmanninn, hvort Sigurjón ætlaði að afgreiða toppinn einu sinni enn á mettíma, en Heimaey, Suðurey, Sighvatur Bjarnason og Gandí öfluðu einnig mjög vel. 26 bátar voru á togveiðum og öfluðu 3304,6 tonn í 317 veiðiferðum, 10,4 tonn í veiðiferð. Huginn VE 55 fékk 367,1 tonn í 4 veiðiferðum, Helga Jóh og Frár fengu einnig mjög góðan afla í fjörunni ásamt mörgum öðrum bátum.
26 bátar voru á handfærum og fengu 67,3 tonn í 109 róðrum, 0,6 tonn í róðri. Alls lönduðu 86 skip í mars og lönduðu 969 sinnum. Heildaraflinn frá áramótum orðinn 18.269,6 tonn.
Tíðarfar í mánuðinum einkenndist af miklum útsynningi og oft mjög slæmt í sjóinn, samkvæmt bókum Óskars vitavarðar í Stórhöfða.

Apríl: byrjaði með páskastoppi netabáta. Gerðu menn sér góðar vonir um góðan afla í mánuðinum þegar byrjað væri aftur, en sú von brást að nokkru leyti. Heildaraflinn í apríl varð 9038,9 tonn. Togarar fengu 1557,3 tonn í 11 veiðiferðum, 141,6 tonn í veiðiferð.
Netabátar voru 31 og fengu 4472,5 tonn í 512 róðrum, 8,7 tonn í róðri. Heimaey VE 1 var hæst með 347,2 tonn. Valdimar Sveinsson, Bylgja og Suðurey voru einnig með góðan afla. Annars var aflinn frekar rýr hjá mörgum miðað við apríl undanfarinna ára.
Togbátar voru 24 og fengu 2868,5 tonn í 219 veiðiferðum, 13,1 tonn í veiðiferð, sem er mjög góður aprílafli. Guðlaugur Guðmundsson SH 97 fékk 330,5 tonn, Helga Jóh 280,6 tonn og Frár 277 tonn.
40 bátar voru á handfærum og fengu 185,6 tonn í 273 róðrum, 0,7 tonn í róðri. Alls lönduðu 99 skip í apríl og lönduðu 1015 sinnum.
Heildaraflinn frá áramótum orðinn 27.353,5 tonn í 2652 róðrum sem skiptist þannig á vertíðinni:

Heild, tonn Tonn í róðri/veiðif.
Net 14.255,6 10,2
Troll 7.896,2 10,8
Lína 69,2 0,9
Handfæri 260,1 0,6
Togarar 4.872,4 131,7

Tíðarfar: Mikill landnyrðingur sem aldrei er talin mikil fiskiátt, enda varð sú raunin á.
Maí: Heldur varð mánuðurinn endasleppur í aflabrögðum. Þar sem aflaskýrslur lágu ekki fyrir og aflaverðmæti einstakra báta er blaðið fór í prentun er ekki hægt að gera því skil eins og til stóð, en hér koma aflatölur frá vigtunum teknar 11. maí, lokadag:

Netabátar, afli yfir 500 tonn 11/5 1983:

Netabátar, vertíð 1983 afli 500 tonn +
1. Heimaey VE 1 1.102,8
2. Suðurey VE 500 946,4
3. Sighv. Bjarnason VE 81 895,0
4. Valdimar Sveins. VE 22 878,0
5. Þórunn Sveinsd. VE 401 769,0
6. Kap VE 4 721,4
7. Ófeigur III. VE 325 716,7
8. Gandí VE 17 683,9
9. Gjafar VE 600 587,510
10. Sæbjörg VE 56 582,6
11. Bylgja VE 75 573,9
12. Guðmundur RE 29 564,5
13. Glófaxi VE 300 546,9
14. Gullberg VE 292 515,8
15. Gullborg VE 38 513,9
16. Dala Rafn VE 508 503,8
17. Álsey VE 502 502,4


Trollbátar, afli yfir 250 tonn 11/5 1983:

Trollbátar, vertíð 1983 Afli 250 tonn +
1. Huginn VE 55 757,8
2. Frár VE 78 714,0
3. Helga Jóh VE 41 698,0
4. Guðlaugur Guðm. SH 97 559,2
5. Björg VE 5 543,4
6. Kristbjörg VE 70 469,5
7. Baldur VE 24 462,5
8. Draupnir VE 550 366,9
9. Jökull VE 15 345,3
10. Haförn VE 23 276,
11. Nanna VE 294 266,9
12. Emma VE 219 263,4
13. Sigurbjörg VE 62 256,8

Togaraafli, frá áramótum til 11. maí 1983:

Togarar, vertíð 1983 Heildarafli
1. Breki 1.614,7
2. Vestmannaey 1.302,8
3. Sindri 1.289,9
4. Klakkur 1.054,6

Afli togaranna er aðgerður eins og honum er landað.
Auk þess hefur Vestmannaey landað 14 tonnum af lifur frá áramótum.

Handfæri og lína:

Smábátar, vertíð 1983 Heildarafli
1. Bensi VE 234 31,0
2. Hvítingur VE 21 26,0
3. t/b Byr 18,6
4. t/b Uggi 18,1
5. t/b Ísak 17,8
Löndun