Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1982/Skipaviðgerðir h.f.

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Skipaviðgerðir h/f


Fyrirtækið Skipaviðgerðir stendur nú á tímamótum varðandi aukna þjónustu við fiskiskipaflotann. Hefur það nú tekið í notkun nýtt viðbótarhúsnæði 400 ferm. í nýju húsi sem fyrirtækið reisti 1977. En húsið hefur verið leigt þar til nú nýlega.
Nú hafa Skipaviðgerðir ráðist í að kaupa mót og búnað til að framleiða báta úr trefjaplasti. Er þar um að ræða 3 gerðir báta.
Nú nýlega var fyrsti plastbáturinn afhentur að viðstöddu fjölmenni.

Skipaviðgerðir h/f
Fyrsti báturinn afhentur
T.f.v. Þórarinn Sigurðsson, Brynjólfur Einarsson, Ólafur Jónsson, Hilmar Sigurðsson og Kristmann Magnússon