Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1981/Gæfumaður

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gæfumaður


Steingrímur Sigurðsson skipstjóri á Bjarnarey VE 501 hefur með einstöku hugrekki orðið þeirra gæfu aðnjótandi að bjarga tveimur háseta sinna frá drukknun. Á haustsíldinni 1979 flæktist sonur hans, Sigurður Óli í nótinni (hanalöpp) í köstun. Steingrímur skipstjóri snaraðist umsvifalaust úr brúnni og stakk sér til sunds og náði syni sínum. Það má teljast stórkostlegt að bjargast við þessar aðstæður.
Á vetrarvertíð í vetur flæktist steinahanki um únlið Guðmundar Gíslasonar, háseta Steingríms, þegar þorskanet voru lögð. Guðmundur drógst með netunum í sjóinn. Eins og í fyrra skiptið snaraðist Steingrímur úr brúnni og stakk sér á eftir Guðmundi og tókst að ná honum. Skipverjar náðu þeim eftir skamma stund.
Allir sjómenn óska þessum hugrakka skipstjóra til hamingju með þessi afrek.