Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1980/Breytingar á flotanum
Breytingar á flotanum
Frá síðasta sjómannadegi hafa orðið talsverðar breytingar á flota okkar Vestmannaeyinga og því miður eru þær flestar okkur í óhag, þ.e. skip fara héðan, ýmist seld eða dæmd ónýt en lítið bætist við af skipum. Á þessu tímabili hafa 10 skip horfið úr flotanum en aðeins tvö bæst í hann. Það má e.t.v. segja að lítil eftirsjá sé í gömlum og úreltum skipum en hitt er alvarlegra þegar endurnýjunin er lítil sem engin. Þetta hefur verið rætt á fundum og ráðstefnum og menn yfirleitt sammála um að þetta sé slæm þróun sem úr verði að bæta. Við skulum vona að meira jafnvægi verði í hlutunum í næsta sjómannadagsblaði.
Gunnar Jónsson Ve 555, 247 tonna stálbátur seldur héðan á síðasta ári. Eigendur og skipstjórar voru Jón V. Guðjónsson og Sigurður Georgsson.
Erlingur Arnar Ve 124, 127 tonna stálskip, seldur héðan í ársbyrjun. Eigandi og skipstjóri var Richard Sighvatsson.
Þristur Ve 6, 55 tonna tréskip, seldur héðan til Eyrarbakka. Eigendur voru Guðjón Björnsson og Jóhann Guðjónsson sem var skipstjóri.
Ólafur Vestmann Ve 180, 63 tonna tréskip, seldur héðan. Eigendur voru Þór og Snorri Vestmann og var Snorri skipstjóri.
Björgvin Ve 72, 39 tonna tréskip, dæmdur ónýtur. Eigendur voru þeir bræður Sigurður og Sigurjón Jónssynir]] frá Engey.
Reynir Ve 120, 45 tonna tréskip, dæmdur ónýtur. Eigandi og skipstjóri var Björgvin Magnússon.
Burstafell Ve 35, 48 tonna tréskip, dæmt ónýtt. Eigandi og skipstjóri var Þór Vilhjálmsson.
Faldur Ve 138, 46 tonna tréskip, dæmdur ónýtur. Eigandi og skipstjóri var Kjartan M. ívarsson.
Bugur Ve 111, 65 tonna tréskip, dæmdur ónýtur. Eigandi og skipstjóri var Erling Pétursson.
Elliðaey Ve 45, 86 tonna tréskip, dæmt ónýtt. Eigandi og skipstjóri var Gísli Sigmarsson.
Nökkvi Ve 65, 53 tonna tréskip keyptur hingað frá Djúpavogi. Eigendur Georg Stanley Aðalsteinsson og Guðjón Aanes sem er skipstjóri.
Ölduljón Ve 130, 120 tonna stálskip. Eigendaskipti urðu á bátnum í vetur. Þórður Rafn Sigurðsson keypti bátinn af Sigurði Þórðarsyni og er jafnframt skipstjóri.
Bergey Ve 129, 12 tonna tréskip keypt hingað frá Hornafirði. Eigandi og skipstjóri er Pétur Lúðvíksson.