Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1979/Eyjólfur frá Bessastöðum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Eyjólfur
frá Bessastöðum


Þessi mynd birtist á sínum tíma í tengslum við sýninguna Íslendingar og hafið. Eyjólfur Gíslason sat fyrir og hefur myndin vakið mikla athygli.

Eyjólf Gíslason frá Bessastöðum þarf ekki að kynna Vestmannaeyingum. Hann hefur á undanförnum árum fært í letur mikið af fróðleik frá liðinni tíð og hefur margt af því birst í Sjómannadagsblaðinu. Hér bætir Eyjólfur enn í safnið og er það okkur mikil ánægja að fá að birta þessa grein.
Til gamans birtum við hér skeyti, sem Eyjólfi barst á áttræðisafmæli sínu 22. maí 1977:


Eyjólfur Gíslason,
Huldulandi 5,
Reykjavík.
Við áttrœðan hyllum öðlingsmann
Eyjunum sem að jafnan vann
af trúmennsku traustum höndum.
Allir drangar, eyjar og sker
afmœlis kveðjur senda þér
tengdar með tryggða böndum.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi.