Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977/ Vélstjóranámskeið í Vestmannaeyjum 1950-1951

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vélstjóranámskeið í Vestmannaeyjum 1950-51

Fremsta röð frá vinstri: 1. Jóhann I. Pétursson, prófdómari, (vélfræðikennari við Vélskóla Íslands í Reykjavík); 2. Óskar Jónsson frá Sunnuhvoli, kennari; 3. Helgi Kristjánsson frá Siglufirði, forstöðumaður námskeiðsins (látinn);. 4 Karl Guðjónsson, kennari (látinn); 5. Matthías Finnbogason, Litluhólum, prófdómari (látinn).Miðröð frá vinstri: 1. Theodór Ólafsson, Vestmannaeyjum; 2. Oddur Sigurgeirsson frá Djúpavogi (fórst með m.b. Hugrúnu frá Bolungarvík 30. jan. 1962); 3. Ástþór Isleifsson, Vestmannaeyjum; 4. Friðrik Pétursson, Vestmannaeyjum (nú kennari í Kópavogi); 5. Kristján Georgsson, Vestm.eyjum (látinn); 6. Trausti Sigurðsson, Vestm.eyjum; 7. Pálmi Finnbogason, Akranesi; 8. Sigurður Grétar Karlsson frá Garðsstöðum í Vestmannaeyjum (drukknaði við Vestmannaeyjar 1. maí 1951); 9. Gestur Jóhannesson frá Flögu í Þistilfirði (fórst með m.b. Veigu 12. apríl 1952); 10. Sveinn Hannesson frá Fáskrúðsfirði. Aftasta röð frá vinstri: Vigfús Waagfjörð, Vestmannaeyjum; 2. Sævar Sigurjónsson, Akranesi (fórst með m.b. Val 5. janúar 1952); 3. Sigurjón Sigurjónsson, Vestm.eyjum (fórst í flugslysi 31. jan. 1951); 4. Örn Aanes, Vestmannaeyjum; 5. Ragnar Magnússon, Akranesi; 6. Rafn Sigurbergsson, Vestmannaeyjum; 7. Halldór Ágústsson, Vestmannaeyjum (féll fyrir borð af m.b. Maí VE í fiskiróðri 9. janúar 1957, og drukknaði); 8. Axel Guðjónsson frá Fáskrúðsfirði.(Ljósm.: Jóhann Þorsteinsson).