Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1975/Um kirkjufisk í Vestmannaeyjum
Fógeti konungs í Vestmannaeyjum, báðir prestar Eyjanna og almúgi samþykktu sérstakan skatt til Landakirkju, nefndan kirkjufisk, hinn 11. okt. 1606. samþykktinni var tekið fram, að Ieggja skuli einn fisk til Landakirkju í hverjum róðri um vertíðina, er einn fiskur fáist í hlut af hverju skipi, sem gangi til sjóar úr Eyjum. Þessi löggilti kirkjufiskur nam árlega í meðalári 200-300 fiskum. Auk kirkjufiskjar fékk Landakirkja gjafafisk á nafndögum kirkjunnar, 5-20 fiska frá hverjum bónda, venjulega þriðja hvert ár og frá tómthúsmönnum 2-5 fiska. Frá skipurum og sjómönnum á kaupskipum bárust oft gjafir. Skattur þessi var talinn sem lögmál í Vestmannaeyjum og lagðist fyrst af frá 1. janúar 1879 að telja.
...og lífið tekur á sig fyrri svip í nýrri mynd
Úr pökkunarsal Fiskiðjunnar.
Að baki konunum eru veggskreytingar Guðna Hermansen frá Ásbyrgi.
En í vetur tóku fiskiðjuverin upp þá nýbreytni að myndskeyta vinnusali sína.