Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1975/Stýrimannanámskeið árið 1929
Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
Stýrimannanámskeið árið 1929. Fremri röð talið frá vinstri: Magnús Helgason formaður með Hebron vertíðina 1930(faðir Magnúsar bæjarstjóra, Hermanns símritara og þeirra systkina), Einar Jónsson Moldnúp, V-Eyjafjöllum formaður á Atlantis, Vin o.fl. bátum. Sigfús Scheving forstöðumaður námskeiðsins og aðalkennari(Sigfús hafði á hendi forstöðu stýrimannanámskeiða í fjöldamörg ár, frá1918, er fyrsta stýrimannanámskeiðið var haldið í Vestmannaeyjum og fram undir 1940. Stóðu námskeið þessi í þrjá til fjóra mánuði og veittu réttindi minna fiskimannaprófs). Óskar Lárusson Velli, Árni Oddsson Fagradal, formaður með Ásdísi og fleiri báta, var þó mest mótoristi. Atari röð talið frá vinstri: Sigurjón Jónsson Háagarði, formaður með Sísí, Maí og fleiri báta, var meðeigandi í Fylki, Dagur Halldórsson Reykjavík, var lengi hjá Jóni Ben, Willum Andersen Sólbakka, þekktur skipstjóri í Vestmannaeyjum í tugi ára, var m.a. með Geir goða, Herjólf, Friðþjóf, Gulltopp, Metu og Skógafoss eldri og yngri, en samfleytt var Willum farsæll skipstjóri í 37 ár, frá 1933-1970, Pétur Ísleifsson Nýjahúsi, formaður með Ófeig IVE 217. Hann var mikill fiskimaður, sem sótti stíft og var vaxandi í starfi. Pétur drukknaði ungur með Sigurði Péturssyni frá Siglufirði, Andrés Guðjónsson Berjanesi, A-Eyjafjöllum.
Leiðsagnarval
Persónuleg verkfæri
íslenska
Skrá inn
Nafnrými
Síða
Spjall
íslenska
Þessi grein
Lesa
Skoða frumkóða
Breytingaskrá
Meira
Flakk
Forsíða
Nýjustu greinar
Nýlegar myndir
Handahófsvalin síða
Hjálp
sitesupport
Verkfæri
Hvað tengist hingað
Skyldar breytingar
Hlaða inn mynd
Kerfissíður
Prentvæn útgáfa
Varanlegur tengill
Síðuupplýsingar