Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1975/Gjafabréfið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gjafabréfið


Bæjarstjórn Vestmannaeyja.

Sjómannadagsráð Vestmannaeyja hefur ákveðið að Dvalarheimilissjóður sá, sem til er innan ráðsins, skuli renna til lagfæringar og uppgræðslu á lóðinni kringum Elliheimilið. Sjóðurinn er í dag sjö hundruð þúsund, og væntir ráðið þess, að sjóðurinn muni eflast og stækka, eftir að nú er komið Elliheimili í Vestmannaeyjum, og það verði gengið í því að fullhanna og ganga frá lóðinni í kringum húsið svo fljótt sem auðið er.

Vestmannaeyjum 22. sept. 1974
F.h. Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja

Jóhannes Kristinsson, form.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, gjaldkeri

Sjómannadagsráð Vestmannaeyja 1972-1974. Talið frá vinstri, fremsta röð: Snorri Ólafsson Vestmann, Þór Vilhjálmsson, Kristinn Sigurðsson, Jóhannes Kristinsson formaður, Sigmar Þór Sveinbjörnsson gjaldkeri, Hallgrímur Garðarsson. Miðröð frá vinstri: Andrés Þórarinsson (núv. formaður), Matthías Guðjónsson, Sigþór Magnússon, Ingi Steinn Ólafsson Vestmann, Pétur Sveinsson, Þórhallur Þórarinsson, Ólafur Sigmundsson. - Aftasta röð: Grímur Magnússon Felli, Logi Snædal, Jónsson, Pétur Valdimarsson, Högni Magnússon Lágafelli.
Elliheimilið Hraunbúðir. Í baksýn Smáeyjar, Blátindur, Herjólfsdalur og Fiskhellanef
Formaður Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja Jóhannes Kristinsson afhendir Magnúsi H. Magnússyni bæjarstjóra, gjafabréfið.