Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1975/Bygging dvalarheimilis aldraðra sjómanna í Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bygging dvalarheimilis aldraðra sjómanna í Vestmannaeyjum


Árið 1952 var á vegum Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja stofnaður söfnunarsjóður til byggingar dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn í Vestmannaeyjum. En Sjómannadagsráð skipa 5 fulltrúar frá hverju stéttarfélagi sjómanna í Vestmannaeyjum; eru þeir skipaðir á aðalfundi félaganna til eins árs í senn.
Nokkru síðar voru sett lög um sjóðinn.
Í fyrstu fjórum greinum laganna kemur fram meginhugmynd og markmið söfnunarsjóðsins:

1. gr.


Markmið sjóðsins er að koma upp dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn í Vestmannaeyjum.

2. gr.


Tilgangur sjóðsins er að safna fé með minningargjöfum, áheitum og hverju því öðru fé, er honum kann að áskotnast til eflingar þeirri hugsjón, að hér megi rísa elliheimili; annaðhvort sem sjalfstæð stofnun eða byggt í sambandi við aðra líknarstofnun. Heimili þetta sé fyrst og fremst ætlað sem dvalarstaður fyrir aldurhnigna sjómenn og kontur þeirra hér í bæ.

3. gr.


Sjómannadagsráð skal hafa stjórn sjóðsins á hendi. Gjaldkeri Sjómannadagsráðs skal hafa á hendi allar fjárreiður sjóðsins, gera grein fyrir öllum tekjum hans og ef þær breytast eitthvað. Að öðru leyti ber Siómannadagsráð ábyrgð á sjóðnum.

4. gr.


Í sjóðinn skal ávallt leggja einhvertn hluta af tekjum sjómannadagsins ár hvert. Tilgangur sjóðsins skal auk þess kynntur í ræðu og riti hvern sjómannadag, þar sem það er eitt helzta takmark sjómannadagsins að Dvalarheimilið verði að veruleika.

Jóhannes Kristinsson, sem hefur verið formaður Sjómannadagsráðs s.l. 3 ár, hefur sýnt þessu máli mikinn og lifandi áhuga og fjallar hér nánar um gang þessara mála.

Af lögum um söfnunarsjóð fyrir Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Vestmannaeyjum má sjá, að góður hugur hefur verið fyrir 23 árum í Dvalarheimilismálinu. Strax árið eftir að sjóður er formlega stofnaður rennur í hann nokkuð fjármagn og eru einstaklingar að gefa í hann til ársins 1956 og stendur hann þá í kr. 27.887.59.

Eftir þetta rennur ekkert fé frá einstaklingum í sjóðinn enda ekki von, þar sem þessi mál lágu að mestu í láginni til ársins 1971, en þá kemur hreyfing á málið. Árið 1971 og 1972 eru í sjóðnum 480.000 kr. og er ákveðið að þetta fé skuli renna í Dvalarheimili, þó ekki sé nema fyrir teikningum, hálfnað verk þá hafið er. Haft var samband við lækna bæjarins og fleiri og var almennt talið heppilegast að reisa Dvalarheimilið við sjúkrahúsið nýja, í framhaldi af því er talað við arkitekt sjúkrahússins, Guðmund Þór Pálsson og hann beðinn að gera frumdrög að elliheimili í norðurálmu nýja sjúkrahússins. 12. júlí 1972 berst svo bréf frá Guðm. Þór, þar sem hann skýrir frá hvað þurfi að vera í 48 manna vistheimili og að það þurfi 2668 m2 gólfflöt. Þá strax var gerð könnun á því hvort ekki væri hægt að fá lóð Breiðabliks, þar sem norður álma bauð ekki upp á nema 2060 m2. Stóð í eigendum Breiðabliks fram eftir sumri að láta húsið og lóðina, nema fyrir 6 millj. króna, sem þótti of mikið, og endaði þannig að ekkert var falt, hvorki hús né lóð og voru rökin þau, að bæjarsjóður yrði að kaupa fyrr eða seinna og þá á fullu verði.

Þann 20. sept. 1972 kemur Guðmundur Þór Pálsson til Vestmannaeyja og hefur þá meðferðis rissteikningu af norður álmu og er hann búinn að lengja hana og breikka þannig að alltsem þarf í elliheimilið mun nú rúmast í norðurálmu við nýja sjúkrahlisið og allt brasið og fyrirhöfnin við vesturálmu um lóð Breiðabliks þar með úr sögunni. Það næsta sem skeður er, að 3 menn frá Sjómannadagsráði fara til Reykjavíkur þ. 20. nóv. 72 í heimsókn í DAS og kynna sér lánsmöguleika og rekstrargrundvöll slíks heimilis, og voru móttökurnar hjá Sjómannadagsráði Reykjavíkur mjög góðar undir stjórn Guðmundar Oddssonar, sem og varð einnig raun í gosinu.

Í þeirri ferð kom margt fram. Margt var rætt og komst sendinefndin að ýmsu sem erfitt yrði að fást við, en það var líka margt sem sást og lærðist og margt sem þyrfti að gæta að. Eftir að vera búinn að borða hádegismat á DAS og ræða við forráðamenn og vistmenn var nefndin vel bjartsýn á framgang mála.

Er heim var komið, voru kannaðar leiðir til fjármögnunar og rekstur heimilisins fram að áramótum. Voru margir fundir haldnir og var búið að fá fund í ráðuneytinu síðast í janúar 1973 til að kynna málið.

23. janúar 1973 stöðvast svo þetta mál sem önnur í Vestmannaeyjum og ekkert skeður í málinu fyrr en í okt. 1973 að farið er að tala um elliheimili í Vestm.eyjum á vegum Rauða krossins. Þá fór ég og Högni Magnússon á stúfana að athuga okkar mál. Fengum við þvf framgengt í samráði við Örn Bjarnason að fundur var í ráðuneytinu þ. 17. des. 1973 með Erni Bjarnasyni, Páli Zóphaníassyni, Ólafi Ólafssyni, landlækni, Ólafi Helgasyni bankastjóra, Páli Sigurðssyni ráðuneytisstjóra og Öddu Báru Sigfúsdóttur aðstoðarráðherra.

Kom þar fram, að við vorum heldur seint á ferð og það væri það langt komið með elliheimili á vegum Rauða krossins að ekki væri tímabært að ræða okkar hugmyndir.

Nú við þessu var lítið að gera, en hart þótti okkur þá að þurfa að bakka með okkar „grjótheimili" fyrir „spýtukassa". Nú þegar eftir 1 1/2 ár, þegar svo þetta myndarlega heimili er risið af grunni vestur í Hrauni, og séð er að vel hefur tekist til með „spýtukassann", sem er reyndar stálgrindarhús klætt „asbetsplötum", og hið myndarlegasta í alla staði, ákvað Sjómannadagsráð að það skyldi styrkja og efla þetta framtak og tók að sér að fjármagna með söfnunarsjóðnum o.fl. eftir getu, það sem utan húss er, garðar og stéttar, þvf gamla fólkið þarf að vera úti við líka og þá er eins gott að því líði eins vel úti við eins og inni.

Jóhannes Kristinsson.