Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Uppbygging fiskiskipaflotans

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Uppbygging fiskiskipaflotans

<

Skuttogari til Vestmannaeyja


SKUTTOGARAR: Fyrir 3 árum tók skuttogaranefndin svonefnda af skarið og ákvað uppbyggingu íslenzka togaraflotans með skuttogurum. Var þetta ekki seinna vænna, ef áratuga reynsla Íslendinga á togurum og við úthafsveiðar skyldi haldast við og Íslendingar að halda hlut sínum í fiskveiðum.

Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur á fullri ferð um borð í rs. Bjarna Sæmundssyni. Að baki 1. stýrimaður.

Útgerð skuttogara hófst af alvöru í Englandi og Þýzkalandi upp úr 1960. Nú eru yfir 1000 skuttogarar frá 30 þjóðlöndum að veiðum víðs vegar um heim. Eru gerðir hinna ýmsu togskipa um 200 talsins, frá 20 rúmlesta bátum upp í 8.000 rúmlesta verksmiðju- og móðurskip Rússa.
Fyrsta skuttogskip Íslendinga er Siglfirðingur, 200 rúmlesta skip, sem kom til landsins 1964, og var tilskamms tíma gert út frá Siglufirði. Með hækkandi verði á afla togaranna hér innanlands á árunum 1968 og 1969, skapaðist rekstrargrundvöllur fyrir togaraflotann á ný.
Almennur áhugi og skilningur á kostum og yfirburðum skuttogara vaknaði þó fyrst fyrir alvöru hér á landi á s.l. ári með framúrskarandi aflabrögðum skuttogarans Barða frá Neskaupstað undir skipstjórn Magna Kristjánssonar.
En í árslok 1970 voru keyptir 3 þriggja ára gamlir skuttogarar frá Frakklandi, skip um 500 rúmlestir; Barði, Hólmatindur til Eskifjarðar og Hegranes til Sauðárkróks, sem er nokkru minni.
Barði hóf veiðar 11. febrúar 1971, og voru aflabrögð allt árið sárlega góð eða rúml. 3.000 tonn.
Á skipinu er 15 manna áhöfn og vinnuaðstaða öll önnur og betri en menn eiga hér að venjast. Aðeins 3 menn geta tekið á móti vörpunni á veiðarfæraþilfari. Aðrir skipverjar taka síðan beint við aflanum til aðgerðar á lokuðu vinnuþilfari næst fyrir neðan vörpuþilfarið.
Um kosti skuttogara segir okkar áhugasami veiðarfærasérfræðingur, Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur í „Hafrannsóknir 1969“.

„Varðandi flotvörpuveiðar hafa skúttogarar þrjá mikilvæga kosti umfram síðutogara. Í fyrsta tagi er inntaka vörpunnar. Td þess að ná vörpunni inn þarf síðutogari að hafa rópa, „rússa“ og stert. Þrátt fyrir þessi hjálpartæki er vissum erfiðleikum bundið að taka vörpuna inn, svo að ekki sé talað um tímann, sem í það fer. Á síðutogurum er einungis hægt að hífa nokkra faðma af netinu inn í einu, en á skuttogurum hins vegar heila dekkslengd. Á skuttogurum er allt netið híft viðnámslitið yfir sleipri rennu, en á síðuskiputu verður öll varpan að klöngrast yfir lunninguna.
Annar kostur skuttogarans er eftirfarandi: Við flotvörpuveiðar þarf oft að breyta hæð vörpunnar í sjónum. Er það gert á tvennan hátt. Í fyrsta lagi með breyttu vélarátaki, þ. e. bætt við = varpan hækkar; slegið af = varpan sekkur. Hins vegar er þetta gert með því að slaka út vír eða hífa inn eftir því sem við á. Útslökun á síðuskipi skapar að vísu enga teljandi erfiðleika, þó að betra sé við slíkt að eiga á skutskipi, en á hinn bóginn er mjög erfitt að hifa inn á skutskipi, vegna togblakkarinnar, sem vírarnir ganga í gegnum.
Þriðji kostur skuttogs fram yfir síðutog er ekki eins augljós og hinir tveir og skilst ekki, nema stærð og gerð vörpunnar séu höfð í huga. Lengd nútíma flotvörpu er 150—200 m og lengd grandara (þ. e. þeirra víra, sem liggja frá vængendum til hlera, er 100—150 m). Fótreipi vörpunnar er þyngt nokkuð með keðjum og á neðri gröndurnum eru lóð, sem vega upp í rúmt tonn hvorum megin. Lengd veiðarfærisins alls er því frá hlerum að poka á fjórða hundrað metrar og þyngdin mjög mikil og eðlisþyngd langt yfir einum. Ekki veldur þetta neinum erfiðleikum við skutdrátt, þar sem vatnsmótstaðan sér um, að varpan sekkur ekki úr hófi, eða með öðrum orðum, í upphafi köstunar keyrir skipið nokkuð áfram.
Við síðudrátt gegnir öðru máli. Þegar öll varpan að hlerum er komin í sjóinn, verður skipið að skvera (snúa sér í hring) til að ekkert óklárist og skipið fái rétta togstefnu. Mótstaða sjávarins á net vörpunnar er þá ekki mjög mikil, svo að hætta er á, að varpan lendi í botn: og rifni, ef dýpi er ekki mjög mikið.“

Magni Kristjánsson skipstjóri b/v Barða, Neskaupstað

Árið 1970 var samið um smíði 6 skuttogara af gerðinni 800—1100 rúmlestir, en með lögum frá 11. maí 1970 var samþykkt að veita verulega fyrirgreiðslu og aðstoð við kaup þessara skipa, vaxtalaus lán o. s. frv. Hljóp fyrsta skipið af þessari gerð af stokkunum á Spáni 15. febrúar s.l. og hlaut nafn Bjarna heitins Benediktssonar fyrrv. forsætisráðherra. Fjögur skip af þessari stærð verði smíðuð á Spáni. Tvö skipanna skyldi smíða hér heima, en á s.l. vetri var ákveðið að smíða skyldi millistærð skuttogara í staðinn.
Einnig hefur verið samið um smíði 5 skipa 800 tonn að stærð í Póllandi. Samtals hefur því verið samið um smíði 11 togara af stærri gerðinni
Mikill áhugi hefur verið á millistærð skuttogara og hefur nú verið samið um kaup og smíði á 22 skuttogurum af stærðinni 400 til 500 rúmtonn.
Endurnýjun togaraflotans verður því 31 nýtt skip á næstu 2 árum. Auk þess hefur ríkisstjórnin nýlega samþykkt að beita sér fyrir raðsmíði skuttogara af millistærð og verði skipin (8—10 skip) smíðuð hér innanlands á næstu 3 til 4 árum. Mikil og góð breyting verður því á fiskiskipaflotanum innan skamms. Mesta vandamálið við þessa endurnýjun flotans verður að fá þjálfaða sjómenn. Er ekki seinna vænna en viðurkenna sjómannsstarfið sem vandasama fagvinnu, er þurfi að læra eins og önnur störf. Hækka þarf stöðu sjómannastéttarinnar í vitund þjóðarinnar. Þetta vandamál með mannskap er alvarlegt og þyrfti t. d. hið fyrsta að gera vísindalega könnun á þjóðfélagslegri stöðu sjómannsins og hvað gera þurfi til að laði unga, dugmikla menn í erfið störf á sjónum, og hækka stöðu stéttarinnar.
Nýju skuttogararnir fara víðs vegar um landið. Stóru togararnir frá Spáni og Póllandi fara til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Akraness, Grindavíkur, Akureyrar og Dalvíkur. Skuttogarar af milligerð dreifast í stórum dráttum þannig:
Vestfirðingar fá 5 skip frá Noregi, og verða þrjú þeirra skipa gerð út frá Ísafirði. Þá koma skip frá Spáni og Póllandi og fara til Þorlákshafnar, Austur- og Norðurlandshafna, Grundarfjarðar og Keflavíkur. Hinn 7. apríl s.l. var svo veitt samþykki fyrir kaupum 8 skuttogara af millistærð frá Japan og fá Vestmannaeyingar einn þeirra togara. Er það mikið ánægjuefni öllum, sem hér hafa hug á vexti útgerðar, að við fylgjumst með þróuninni á hverri tíð. Hinir skuttogararnir 7 dreifast vítt um, 4 fara til Austfjarða, 2 til Norðurlands og 1 til Vestfjarða til viðbótar þeim 5, sem áður hafði verið samið um kaup á.

1971- Cap. st. Jacques - Frakklandi.
1964: Bonn - Vestur-Þýzkalandi.

Skipakaup þessi eru þannig fjármögnuð, að kaupandi leggur fram og tryggir 15% af kaupverði, fiskveiðisjóður og ríkið ábyrgjast 80% kaupverðs, sem hinar erlendu skipasmíðistöðvar lána til 8 ára. Byggðasjóður lánar 5% kaupverðs. Lán á millistærð skipanna eru ekki eins hagstæð og á stóru togurunum.

Auk þeirra skipa, sem hér hafa verið nefnd, kom í byrjun febrúar til Akureyrar Sólbakur, 460 rúml. skuttogari smíðaður í Póllandi 1967 fyrir Frakka. Til Seyðisfjarðar kom í vetur Gullver, 340 rúml. skutskip smíðað í Danmörku 1968.
Það mátti því vart minna vera, en Vestmannaeyingar fengju eitt skutskip í þessari stórfelldu nýsköpun íslenzkra togskipa.
Með þeim stórvirka fiskiðnaði, sem hér er og raunverulega einu stóriðju í fiskiðnaði á Íslandi, hefði verið full þörf á þremur nýjum skuttogurum hingað. Það er ósk og von allra, að rekstur skipsins og afkoma staðfesti þessi skoðun.
Skuttogara þennan kaupir sameignarfélagið Huginn/Bergur, sem þeir mágar og bræður, eigendur nefndra báta, stofnuðu.
Skipið er 490 rúmlestir brúttó. Lestarrými er fyrir 160 tonn af ísvörðum fiski: 100 tonn í kassa og á að vera mögulegt að ísa beint í kassana. Ísvarið á hillur 60 tonn. Í lestinni verður kælir og í skipinu er ísframleiðsla fyrir 8 conn af ís á sólarhring. Er frystur sjór í ísinn.
Mesta lengd skipsins er 47 m, breidd 9,50 m, dýpi á miðband 6,50, djúprista fulllestaö skips 4,0 m.
Í skipinu verður 2000 ha vél, japönsk Niigata, og á skipið að ganga 14 sml. á klst. Tvær ljósavélar af sömu gerð, samtals 300 ha, sem framleiða 500 KW. Olíutankar taka 150 tonn af brennsluolíu.
Togvinda er gerð fyrir 18 tonna þunga og er rafknúin. Auk þess eru 4 vökvaknúin minni spil, svo og akkerisspil.

Skipið verður útbúið öllum nýjustu siglingatækjum eins og tveimur 100 sjómílna ratsjártækjum af Furuno-gerð, lóran og miðunarstöð af sömu gerð. Dýptarmælir er fjölpenna (multi-stylus) með fisksjá, einnig Furuno. Á vörpunni verður netsjá (nerzonde) og tekur fjarritari við mælingum. Þá verður Sperry-Gyro og sjálfstýring á skipinu.

1961: Hekktind - Noregi.
1962: Junella - Bretlandi.

Á skipinu verður 15—16 manna áhöfn, en íbúðir eru fyrir 18 menn: Á neðra þilfari er rúm fyrir 8 háseta og matsvein, fjórir 2ja manna klefar og klefi fyrir matsvein, svo og matvælageymslur, kælar fyrir grænmeti og frystir fyrir kjöt. Á aðalþilfari eru íbúðir yfirmanna. Skipstjóraíbúð er mjög rúmgóð með setustofu og svefnklefa, rúmgóðir klefar fyrir 1. og 2. stýrimann, allt stb.megin.
Skipið á að vera tilbúið til afhendingar í desember, og er þá fyrir höndum 13000 sml. sigling heim. Búizt er við, að siglingin taki 2 mánuði og verður siglt um Panama-skurðinn með viðkomu á Hawai.
Við óskum fyrirtækinu Berg/Huginn alls hins bezta með þennan stórhug og framtak.
Þeir halda vel uppi merki Vestmannaeyja.





Hefurðu séð, hvað var í neyðarkassanum, Jóakim?