Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Fyrirburður Árna Ólafssonar
INNAN við fermingaraldur, sumarið 1908 eða 1909, voru þeir Árni Ólafsson á Löndum og Eyjólfur Gíslason frá Búastöðum með feðrum sínum til lunda í Elliðaey.
Eitt sinn voru þeir drengirnir í lundasnatti í Steðjaurðinni sunnan við Austursteðjann í Ellðaey. Stendur þá Árni snögglega upp og kallar: „Komdu strax, Eyfi“ og tekur sprettinn að flánni, sem liggur upp úr urðinni norðan megin. Eyjólfur fylgdi á eftir Árna, sem stansaði uppi á mófláanum. „Hvað er að þér, Árni? segir Eyjólfur. Árni bendir þá suður í urðina að stórum steini og svarar: „Sérðu ekki hvað situr þarna?“ En Eyjólfur sá ekkert og spurði Árna, hvað hann sæi. Svaraði Árni þá: „Þarna situr ókenndur maður.“
Við þetta sló óhug á drengina, urðu þeir smeykir og flýttu sér til bóls.
Eyjólfi kom oft síðar til hugar, að þetta hafi verið fyrirboði Árna og vélbáturinn Adólf, sem Árni fórst með, 3. rnnrz 1918, hafi farizt austur af Elliðaey. Árni var sérlega grandvar og prúður drengur, sem hafði ekki slíkt að gamanyrðum.