Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Áralag
Fara í flakk
Fara í leit
Brunar skeið á báruföldum,
brims í volki flestan dag,
horskir drengir hreyfiaflið
hnýta í sama stuðlabrag,
sem lífs af hvöt er köllun knúin,
en kvæðið heitir ÁRALAG.
Innanborðs sjást störfin stunduð,
stjórnin örugg, laus við gum.
Vinnur hver með vilja og festu,
- vottur trausts er ekki skrum.
Rúm eru skipuð ráðsnillingum,
- ræðurum með ekkert furn.
ÁRALAGIÐ okkur kenni
eining, þrótt og bræðralag.
Markviss átök huga og handar
hefji' og göfgi þjóðarbrag.
Þjóðmenning og þjóðarsómi
þroskist og vorn treysti hag.