Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1970/ Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum 1969

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Skrúðganga til kirkju á Sjómannadaginn 1969.
Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum 1969


Bátar í hátíðarbúningi.

„TVEGGJA nátta törn í kappleikjum, dansi og söng,“ var fynrsógn Morgunblaðsins á frásögn frá sjómannadeginum í Vestmannaeyjum árið 1969, og er það ekki fjarri sanni, því að venju gerðu allir Eyjamenn sér dagamun í vorblíðunni, sem einkenndi daginn.

Sveit vélstjóra fyrst, skipstjórar aðrir og hásetar þriðju.
Sjómenn heiðraðir fyrir björgun mannslífa út sjávarháska. Frá vinstri: Ólafur Tryggvason, Gísli Eyjólfsson, Sigurður Gunnarsson.

Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta, skrúðgrænar fram á ystu brún, enda kominn fyrsti júní. Hægur austan andvari lék á vanga.
Var að vanda margt til skemmtunar. Eftir hádegi á laugardag var kappróður fjölda sveita, sjóskíðasýning, mnnuhlaup á fljótandi og völtum runnum og koddaslagur. Á sunnudegi skrúðganga til kirkju, sjómannamessa og athöfn við minnismerki drukknaðra og hrapaðra, ræður, heiðranir og fjölbreytt skemmtidagskrá; að ógleymdum dansinum, sem dunaði og svall til morguns.

Við bregðum hér upp myndum frá hátíðahöldum dagsins, greinum frá nöfnum fræknustu íþróttakappa og tímum róðrasveita.
Í tunnuhlaupi sigraði knálegur strákur, dóttursonur Binna í Gröf. Hann heitir Sigmar Gíslason (Sigmarssonar skipstjóra á Elliðaey) og er 12 ára gamall.

Grétar Halldórsson sigraði í koddaslag og feykti öllum andstæðingum í sjóinn.

Kristján Egilsson renndi sér listilega á sjóskíðum.
Kappróðurinn var að vanda spennandi og skemmtilegur. Sérstaka athygli vakti ágætur róður kvennasveita. Hið eina, sem skyggði á þessa fjörlegu róðrarkeppni, var dauf þátttaka skipshafna, en aðeins; ein skipshöfn, skipverjar á aflaskipinu Sæbjörgu, keppti.
Reru þeir með sveitum fiskvinnslufyrirtækja. Lengd brautar var 300 metrar.

Útiskemmtun Sjómannadagsins 1969 á Stakkagerðistúninu.


Tunnuhlaupið 1969.


Koddaslagur


Sjómenn heiðraðir. Frá vinstri: Jón Nikulásson, Finnbogi Finnbogason, Halldór Jónsson.


Tímar róðrasveita:


Sveitir vélstjóra

Vélstjórar (Hreyfill) 1:23,9
Skipstjórar (Ólafur) 1:25,9
Hásetar (Jötunn) 1:27,9

Sveitir fiskvinnslustöðva:

Vinnslustöð (Hreyfill) 1:25,3
Hraðfrystistöð (Ólafur) 1:26,2

Sveitir fyrirtækja:

Rafvirkjar (Jötunn) 1:27,2
Magni (Hreyfill) 1:28,6

Kvennasveitir (Valkyrjur):

Fiskiðjan (Ólafur) 1:43,8
Ísfélag (Hreyfill) 1:50,9

Sveitir unglinga:

Steinaldarmenn (Ólafur) 1:26,9
Götupeyjar (Hreyfill) 1:27.7
Aðkomumenn (Jötunn) 1:31,5

Sveitir drengja:

Sjóenglar (Jötunn) 1:29,6
Austurbær (Hreyfill) 1:36,1

Sveit skiphafna:

Sæbjörg (Jötunn) 1:24,6

Hafi þátttakendur allir þökk fyrir góða og skemmtilega keppni.

Tvö sjómannsbörn í hátíðarskapi á Sjómannadaginn.


Kvennasveit Fiskiðjunnar.


Róðrarsveit Sæbjargar.


Sveit vélstjóra.


Róðrarsveit Vinnslustöðvarinnar.


Fermingardrengir - Austurbær.


Sveit rafvirkja.


Steinaldarmenn.