Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Vélskóli Íslands, Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Vélskóli Íslands Vestmannaeyjum


Mér er það kærkomið að fá að beina nokkrum orðum til Vestmannaeyinga á þessum vettvangi, eins og ég hefi reyndar gert áður.
Nokkuð er nú umliðið, síðan ég kvaddi nemendur mína og aðra vini hér, en ennþá er mér ofarlega í huga sú hjálpsemi og sá skilningur, sem ég og starf mitt mætti hér á sl. vetri, og hafi ég nokkru fengið áorkað, var það vegna þess, að hér var, ef svo má segja, góður jarð vegur plægður og búinn i hendur mér.
Ennþá veit ég, að þessi ræktarandi er vel lifandi, og að honum er stöðugt unnið, þótt ekki sé enn ljós árangurinn. Forráðamenn bæjarfélagsins og vélstjórafélagsins vinna þar að, og hafa fullan hug á að þessi nýja stofnun, Vélskóli íslands í Vestmannaeyjum slitni ekki af þeim veiku rótum, sem hann hefur þegar fest. Til viðbótar get ég vitnað um, að fleiri ötula talsmenn á skólinn, og nefni ég þar skólastjóra Sjómannaskólans og Iðnskólans, sem báðir Iíta á sínar stofnanir sem „eldri systkini" komin af barnsaldri, og boðin og búin til hjálpar. Þar að auki mun svo vandfundinn sá útgerðarmaður, skipstjórnarmaður eða sjómaður yfirleitt að ógleymdum vélstjórum - sem ekki skilja nauðsyn þess, að vélskóli starfi hér framvegis.
Um mörg ár hefir það verið föst venja, að Fiskifélag íslands héldi hér hið minna mótornámskeið annaðhvert ár. Með lögum var svo árið 1966 sú starfsemi sameinuð undir stjórn Vélskólans í Reykjavík, sem þá breytti tun nafn, og heitir síðan Vélskóli íslands, og undit hans stjórn fer síðan öll menntun vélstjóra fram, en er nú breyrt að ýmsu leyti, t.d. lengri en áður var, og einnig geta nú nemendur haldið áfram námi til enda skólans, án annarra hindrana en þess, að góðra einkunna er nú krafizt til framhalds. Námið er 4 stig; inntökuskilyrði 1. stigs er, að nemandi hafi lokið miðskólaprófi.. Að loknu 1. stigi fær nemandi rétt til að vera vélstjóri við allt að 500 ha. vélar, eftir 2. stig að 1000, 3. stig að 1800 og 4. stig yfir 1800 ha. vélar.
Þessar breyttu aðstæður urðu þess valdandi, að þegar hér var fyrst auglýst kennsla á 1. stigi, fengust ekki nægilega margir nemendur, og svo fór líka næsta ár. Þriðja árið sáu forráðamenn Vélstjórafélags Vestmannaeyja, að við svo búið mátti ekki standa, en mér er kunnugt um, að það kostaði þá allmikla fyrirhöfn að ná saman nægilega stórum nemendahópi í tæka tíð. En svo brá við, að dagana áður en skólinn hófst, fjölgaði umsóknum um helming, og varð ég á tímabili uggandi um að geta veitt öllum umsækjendum viðtöku!
Skólinn auglýsir venjulega eftir umsóknum um mitt sumar, og berist ekki tilskilinn fjöldi.

Skólinn er nú búinn eftirtöldum siglinga- og fiskileitartækjum: ENAC-loran, DECCA-ratsjá, KODEN-ljósmiðunarstöð, SIMRAD-fiskrita, ATLAS-dýptarmæli, ELAC-fisksjá og auk þess miðunarstöðvum og viðtækjum Landssíma íslands. Hefur ávallt verið lögð mikil áherzla á kennslu í meðferð tækja og viðgerðum veiðarfæra í skólanum.
Skólinn er til húsa í tveggja hæða timburhúsi, sem í upphafi var byggt af hinum kunna athafnamanni Gísla J. Johnsen, og er heimavist í skólanum.
Umsókna á auglýstum tíma, verður ekkert af skólahaldi. Ég vil því alvarlega minna þá á, sem hyggja á skálavist, að senda umsókn á tilsettum tíma eða hafa samband við vélstjórafélagið hér, því að það ræður úrslitum um, hvort skólinn stariar hér á komandi ári eða ekki.
Í lögum um menntun vélstjóra segir á þá leið, að halda skuli námskeið fyrir vélstjóraefni úti á landi, þar sem nægur nemendafjöldi fæst, og önnur aðstaða er fyrir hendi. Það orkar ekki lengur tvímælis, að sú aðstaða er hér til, enda hefir stórt átak verið gert í þeim efnum, og hljóta þeir, sem hlut eiga að máli hvergi annað en þakkir fyrir.
Vélskólinn hóf starfsemina hér í haust í trausti þess, að hann væri að framkvæma lög skipaða aðgerð, en samt var það svo, að fjárveiting til skólanna hér og á Akureyri dróst nokkuð, svo að um tíma horfði til vandræða. Vélskóli íslands á Akureyri er tveimur árum eldri en skólinn hér, og er orðinn, að ég vona, föst stofnun, og var þar í vemr í fyrsta sinn starfrækt kennsla 2. stigs með ágæmm árangri. Slíks er einnig að vænta hér innan fárra ára, skorti skólann ekki nemendur.
Reynt hefir verið að fá á fjárlögum fast framlag til þessara tveggja skóladeilda, en ekki tekizt enn. Með nokkurri sanngirni má viðurkenna, að slíks er varla von strax, a. m. k. ekki hér, en verður vafalaust ekki torsótt, ef skólinn sannar tilverurétt sinn. Og það gerir hann með því einu að fá árvissan fjölda nemenda.
Og þá gemm við farið að hugsa hærra!
Beztu kveðjur, Jón Einarsson

Norskir hvalveiðibátar á Ytri-höfninni um aldamótin. Til vinstri sést skotbáturinn, en til hægri er dráttarskipið Barði með 6 hvali í eftirdragi. Ellefsen í Mjóafirði átti þessi skip, en hann gerði út á hvalveiðar hér við land um aldamótin, fyrst á Önundarfirði og síðar á Asknesi við Mjóafjörð eystra fram til 1912. Ellefsen hafði 9 hvalveiðibáta, þegar mest var. Þegar bátarnir voru á veiðum hér nálægt Eyjum dró Barði hvalina austur.