Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Eyjasjómenn kveðast á
Í önn hins vinnandi dags er oft margt sér til gamans gert, sem aldrei er á bækur skráð né í annála ritað. Meðal íslendinga hefur það löngum verið þjóðaríþrótt að kasta fram stöku, þegar tilefni gefst til. Í Vestmannaeyjum eru þeir Jón Stefánsson vaktmaður á Vestmannaeyjaradíói og Hafsteinn Stefánsson stýrimaður kunnir hagyrðingar og hafa iðulega skemmt með íþrótt sinni á þorrablómm viðfrægum, sem haldin eru ár hvert.
Um sumarmálin síðustu skiptust þessir góðkunningjar á stökum, og fleiri reyndu sig í þeim leik, þar á meðal aflakóngurinn Hilmar, með góðum árangri.
Í hvert skipti, er skip lætur úr höfn, ber því skylda til að tilkynna brottför. Kalimerki íslenzkra fiskiskipa eru fjórir bókstafir. Byrja öll kallmerki á TF, en síðari tveir bókstafirnir eru breytilegir. Er látið nægja að nota þá í brottfarartilkynningu.
Hafsteinn var sl vetur stýrimaður á Andvara KE, og er kallmerki Andvara TFMZ. Notar Andvari því Magnús Zeta (MZ) við tilkynningu staðar, brottfarar o. s. frv.
Eitt sinn á leið á miðin tilkynnti Andvari KE brottför sína þannig:
Allir leita á einhver mið ef þeir bara geta. Út á haf um hafnarhlið heldur Magnús Zeta.
Sæbjörg VE 56 tilkynnti næsmr brottför úr höfn:
Bragarsmið að bögglast við byrja fleiri en geta. Ég held líka út á mið eins og Magnús Zeta.
Jón Stefánsson mun hafa kunnað vel að meta þetta sjómannagaman. Á sumardaginn fyrsta sendi hann eftirfarandi kveðju frá Vestmannaeyjaradíói til Eyjaflotans:
Hlýjar flytur hugur minn beilla kveðjur vítt um sjó, vel svo þakkar veturinn Vestmannaeyjaradíó.
Var þá Hafsteinn stýrimaður á Andvara (TFMZ) ræstur út til að svara:
Kveðjur drengir hafa hér heyrt og kunna að meta, innilega þakkar þér þetta Magnús Zeta.
Um aflaskipið Sæbjörgu (TFZK) kvað Hafsteinn:
Hraustra drengja létt er lund, leið þó vindur gári, út á breiða Ægisgrund öslar Zebra Kári.
Um Sigurð Gunnarsson skipstjóra á Sæunni kvað Hafsteinn:
Sigurð Gunnars sáuð þið sigla hlunna dýri fram á unnar yztu svið, allvel kunni á stýri.
Hafsteinn gekk eitt sinn á eftir öldruðum sjómanni, sem hafði stundað sjóinn um langan aldur, en var kominn í land:
Ég stóra hnúta stundum fékk, þó stormar vildu bátnum granda. Nú kemur ekki dropi á dekk og dauður sjór til beggja handa.