Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1967/Vitinn
Þar sem berast er land, út á bjartanga köldum,
einatt barinn af stormum og rjúkandi öldum;
þar sem brimið er mest, þar sem brotsjóar rísa
er þér boðið að standa, að vaka og lýsa.
Þú átt bjargfasta lund, þú ert byggður á kletti,
þaðan bifast þú aldrei, þig meistari setti,
til að beina þeim leið framhjá boðum og strandi,
sem á brothættu fleyjunum sigla að landi.
Upp úr kólgunni lyftir þú böfðinu háa,
yfir hraunið og flúðir og sandana gráa,
þannig verða þeir allir, sem langt vilja lýsa,
upp af lágmennsku auðninni sterkir að rtsa.
Engin bölsýni kæft getur blossana þína,
þú ert bjartsýnn á lífið og þolinn að skína,
þú ferð aldrei að vilja þíns umhverfis svarta,
sem er andstæða verst þínu ljóselska hjarta.
Þó að óstjórn og lausung og ofbeldi ríki,
þó að ægilegt náttmyrkur huga manns sýki,
þó að stormarnir tryllist, er stjörnurnar hylja,
ekkert sturlar þinn frið og þinn bjargfasta vilja.
Víða sendir þú geisla að leita og leiða,
miklu ljósmagni þarft þú að dreifa og eyða
út í myrkur og auðn, þó að engan þú finnir,
þessu eilífðar starfi þú trúfastur sinnir.
Þótt aldrei þú spyrjir frá eyjum né veri,
hvort árangur starf þitt í heiminum beri,
þá lama' ekki áhyggjur ljósiðju þína,
því að líf þitt og yndi er þetta — að SKÍNA.