Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1966/ „Verðandaúrið“

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
„Verðandaúrið“


Laugardaginn 7. maí s.l. tilkynnti stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins „Verðanda“, skólastjóra Stýrimannaskólans, að félagið hefði ákveðið að veita þeim nemanda, sem fengi hæstu einkunn á brottfararprófi verðlaun, sem sé áletrað armbandsúr.
Verður úrið afhent af formanni „Verðanda“ á Sjómannadegi ár hvert.
Óþarfi er að taka fram, að úr þetta er af vönduðustu og dýrustu gerð, sem til er, og því gripur, sem getur komið verðlaunahafa að verulegum notum í starfi hans sem skipstjórnarmanns.
Skipstjóra- og stýrimannafélaginu „Verðanda“ eru sendar hinar beztu þakkir frá Stýrimannaskólanum fyrir þessi ágætu verðlaun.
Þess má geta, að Skipstjóra- og stýrimannafélagið „Verðandi“ hefur frá því fyrsta styrkt og stutt skólann með ráð og dáð, enda áragamalt baráttumál „Verðanda“, að fá Stýrimannaskóla í Vestmannaeyjum.