Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Skipasmiðir og sjómenn í Vestmannaeyjum
Á tímabili opnu skipanna, sem spannaði hvorki meira né minna en frá landnámsöld og fram yfir síðustu aldamót, valt mest á því, að skip væri á þann veg byggt, að sjóhæfni þess væri góð. Þá var talað um góð sjóskip og vond sjóskip. Hitt var annað, að seglabúnaður skipanna væri sem beztur, því oft var mikið siglt og langar sjáleiðir. Kunnáttumenn um seglabúnað vorti því mjög eftirsóttir.
Grein sú er hér birtist kom upphaflega í Ísafold nokkru fvrir aldamót. Hún ber hinum gömlu sægörpum Vestmannaeyja vott vitni og á því erindi til okkar, þó tími opnu skipanna sé liðinn. Ég held, að flestir viti enn nokkur skil á þeim Eyjamönnum, sem um getur í greininni. Benedikt á Grund undir Eyjafjöllum var lengi formaður þar við Sandinn og slippsmiður góður. Hann var mikill aflamaður. Binni í Gröf er dóttursonur Benedikts á Grund.
Höfundur, sem nefnir sig „Fljótshlíðarmann“, segir í upphafi greinarinnar, að það sé hálfbroslegt að sjá skip í hvössu á siglingu á Faxaflóa eftir að hafa vanizt Vestmannaeyjaskipununi og seglabúnaði þeirra. Faxaflóaskipin velti eins og tóbaksjárn á báðar hliðar, með því að engin síða er rétt löguð. Þau smjúga hverja kviku, því brjóst eru engin til að lyfta skipinu að framan. Skutur og barki getur varla verri verið. Í stórsjó og undanhaldi koma skiptaparnir af því, að þau stinga trjónunni undir til fulls og koma aldrei upp aftur. Þá segir höfundur að seglin séu þriðjungi of stór. Auk þess hafi þau ekki verið rétt sniðin að neðan, en rétt að ofanverðu. Á þeim er engin flái að neðan, en hátt uudir þau að aftan. Sjómenn við Faxaflóa hafi varla fræðzt mikið um þyngdarlögmálið, þó skólarnir á Kjalarnesi séu milli 10 og 20 — kostaðir af almannafé. Þeir viti ekki, hvaða háski það sé, að hafa seglin of há. Siglutré megi ekki vera hærri en það, að seglin séu niður undir keipunum, en sé hátt undir þau, kasti þau skipunum á hliðina. Einstöku maður hafi úthúnað til að rífa segl og fæstir hafi lagt niður að hafa kjölfestu, sem sé hinn mesti háski.
En komi skip með öðru lagi trúa menn því ekki, að þau séu betri. —
Benedikt á Grund undir Eyjafjöllum, sem ég útvegaði suður í Garð til að smíða með Vestmannaeyjalagi, hefur smíðað þar 4 skip: þeir voru að fordæma þau (vegna þess að þeir höfðu ekkert vit á skipum), því það er ólíkt skipum hér: þau ætti að ganga svo illa.
Höfundur ræður svo mönnum eindregið að fá Benedikt til smíðanna fyrst hann sé seztur að á Suðurnesjum.
En nú vill höfundur benda á fleiri skipasmiði á Suðurlandi en Benedikt.
Beztan álít ég, segir hann. Svein Einarsson á Giljum í Mýrdal. Hann er að því leyti beztur, að hann er jafn hvort skipið er stórt eða smátt. Móðurfaðir hans var Sveinn læknir Pálsson.
Þá er annar, Lárus Jónsson á Búastöðum í Vestmannaeyjum, upprunninn úr Mýrdalnum, sjógarpur mikill, sem flestir eyjamenn: eftir hann er fjöldi af smærri skipum í eyjunum, 4 og 6 mannaför. Honum misheppnast aldrei lag á skipi og þar eftir er smíðið.
Þá er hin þriðji, Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson í Vestmannaeyjum, upprunalega undan Eyjafjöllum. Hann er góður skipasmiður og maður vel að sér til munns og handa, og eftir því duglegur til sjós og lands: hann er hervíkingur út á sjóinn. Hann væri hægt að fá til að flytja á Faxaflóa á góða jörð, eða þar nálægt. Honum þykir betra að halda úti skipi á Faxaflóa, sem von er heldur en á eyjunum. Við komu hans væri mikið unnið skipum og seglabúnaði.
Sem dæmi upp á sjómennsku Sigurðar, að ég fer ekki með ýkjur, skal ég geta þess, að á kóngsbænadaginn 1888 var hann á skútu austur við Ingólfshöfða, og skall á með ofsa veður á austan landnorðan, og stjórsjó, svo hvert ólag féll upp í miðjan reiða, svo hans eina úrræði var, að hleypa skútunni beint undan með einni stagfokkunni rifaðri, en sjálfur stóð hann bundinn við stýrið í 14 klst, nema einn tíma, sem hann var hvíldur. . . . hásetana lét hann vera bundna á þilfarinu að troða lifrina, til að reyna að lægja ölduganginn. Þann dag fórust 10 frönsk fiskiskip.
Þá kemmur höfundur að siglingunni. Varast ætti að láta hvert fíflið ráða gerð seglanna, heldur setja mann í hverja veiðistöð, sem ber skynbragð á þessa hluti, en bezt væri að leggja niður hina hættulegu spritsiglingu og taka upp franska loggortu-siglingu.
Ég skal benda ykkur á mann, sem kann að sníða hana eins vel og væri sjálfur Frakki, hann heitir Hannes Jónsson á Miðhúsum í Vestmannaeyjum, sjógarpur mikill, einn með fremstu formönnum í eyjunum. Hann þyrftuð þið að fá, til að koma ykkur á stöfunina með að útbúa fáein skip með þeim seglaútbúnaði.
Svo er nú einn vegurinn eftir enn, og hann viljið þið sízt heyra, en hann er sá, að þið sendið fáeina menn nefnilega til sjómennsku austur í Vestmannaeyjar með póstskipinu fyrir vertíð, til að læra af þeim að sigla.
Frakkar segja um þá, að þeir séu langmestir siglingamenn hér við land, og þó víðar væri leitað. Hviðurnar hafa kennt þeim að sigla, en stórsjórinn að vera góðir stjórnarar, og þetta hvorttveggja að bugsa upp skipin eins góð og þau eru.
Þeim væri alveg óhætt að vera hjá þeim þar á eyjunum, því að það eru afdráttarlaust talað beztu menn, sem ég hef kynnzt á ævi minn, og Hafnamenn, bæði þeir, sem nú eru uppi í Höfnum, og sem áður fyrri voru þar, án þess að ég sé að hallmæla löndum mínum Rangvellingum. Eggert Ólafsson sagði um þá fyrir rúmum hundrað vetrum tólfræðum, að þeir væri ráðvöndustu menn á landinu, en okkur kann nú að hafa úrkynjað síðan.
Ég veit að þið munið fæstir trúa þessum orðum mínum en sú kemur tíðin, að ég mun þykja hafa rétt að mæla.
H. G.