Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Góð bók

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
GÓÐ BÓK


Árið 1961 gaf Almenna bókafélagið út bókina Hafið eftir Unnstein Stefánsson. Bók þessi er sannkallaður hafsjór af fróðleik um hafið í kringum Ísland og haffræði almennt. Bók, sem til dæmis síldveiðiskipstjórar og aðrir gætu haft mikil not af.
Fiskifræðingar okkar þyrftu brátt að gefa okkur hliðstætt verk um göngur fiskistofna, hrygningu og fleira þess háttar. Það má segja, að síðan Bjarni Sæmundsson leið, hafi engin alþýðleg fræðirit á þessu sviði komið út.