Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1959/ Aflakóngur Eyjanna

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Aflakóngur Eyjanna


Benóný Friðriksson, eða Binni í Gröf eins og hann er nefndur í daglegu tali skipstjóri á m/b Gullborgu RE 38, sem er 84 lesta bátur, er fæddur í Vestmannaeyjum 7. janúar 1904. Hann varð aflakóngur Vestmannaeyja nú á nýafstaðinni vertíð og er þetta sjötta vertíðin í röð, sem hann er aflakóngur Eyjanna, og er það einnig sjötta vertíðin, sem hann er aflakóngur yfir allt landið. Á hinni nýafstöðnu vertíð fékk Binni og skipshöfn hans 1160 tonn af óslægðum fiski. Binni í Gröf byrjaði sjómennsku innan við fermingu eða 13 ára gamall. Árið 1921 varð hann formaður og hefur verið óslitið skipstjóri síðan. Hann hefur verið framúrskarandi fengsæll skipstjórnarmaður alla sína formannstíð.

Í þessum tímamótum vill Sjómannadagsblað Vestmannaeyja færa honum og skipshöfn hans innilegustu hamingjuóskir.