Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
- HALLDÓR KOLBEINS Yfir höfin fleyin fara
- Kvæði tileinkað sjómönnum
- Yfir höfin fleyin fara,
- fara og eru Drottins hönd,
- farsæld mikla og fremstu gæfu
- fá þau sótt í önnur lönd,
- flytja vörur, menning miðla,
- merla gœðum Íslands strönd,
- fyrir blessun Guðs þau geta
- glætt og aukið kærleiksbönd.
- Björg í hafið sjómenn sækja,
- svo vér hljótum daglegt brauð,
- þjóðin verði hraust og heilbrigð
- hafi sjálfstæð — þarfan auð.
- Gefi henni Guð að helga
- göfgu marki þessa björg.
- Svo að Ísland sigur vinni,
- sundrist burt torfæran mörg.
|
Helga, Drottinn, hafsins þegna,
heill þeim veit og lát þá sjá
blessast alla iðju sína.
Elsku vora bæn og þrá
lát sem engla ljóssins vaka.
Líkn þú veit, bæg slysum frá.
Skip lát koma heil til hafnar,
heilags anda styrk oss ljá.
Ástvinunum yfir vak þú,
allar bænir sjómanns heyr.
Blessa þú hans börn og konu,
birt þeim alltaf meir og meir
af þinni náð og þinni vizku.
Þeim veit gjafir blessunar.
Send þeim allrar auðnu sólskin
eilífbjartrar miskunnar.
- Ofanleiti í Vestm.eyjum 26. maí 1957.
|
|