Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1956/ Hagur og tekjur Sjómannadagsins 1955

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit


Hagur og tekjur


Sjómannadagsins 1955


Fyrsti sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum var haldinn árið 1940. Síðan hefur sjómannadagurinn verið haldinn hátíðlegur á hverju ári. Tekjur sjómannadagsins hafa verið allmiklar á hverju ári, en útgjöld í sambandi við daginn hafa líka verið mikil, þó að sjómenn hafi lagt fram vinnu sína alla endurgjaldslaust. Nokkur afgangur hefur þó orðið á hverju ári og sum, sérstaklega hin síðari, hefur afgangurinn orðið mikill.