Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1956/Ávarp Sjómannadagsráðs

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit


Góðir Vestmannaeyingar!

Markmið sjómannadagsins er að gera að veruleika hugmyndina um byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn í Vestmannaeyjum.
En eigi það að takast, verðum við öll að leggjast á eitt málefni þessu til stuðnings.
Tökum nú höndum saman og strengjum þess heit að vinna að því öllum árum að búa öldnum sjógörpum þessa byggðarlags veglegan samastað, þar sem þeir geta eytt síðustu árum ævi sinnar í ró og næði við góða umönnun og þau störf, sem þeim henta bezt.
Þetta fáum við bezt gert með því að sækja vel skemmtanir sjómannadagsins og kaupa merki hans.
Með ósk um góða skemmtun.

SJÓMANNADAGSRÁÐ