Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1951/ Munaðarleysi
Fara í flakk
Fara í leit
Á áraskipi einu hér í Eyjum var eitt sinn bitamaður, sem saltaði trosfisk og seldi sveitamönnum.
Trosfiskurinn var úrgangsfiskur,
aðallega keila. Bitamenn áttu að vera beztu menn skipsins og vora önnur hönd formanns.
Bitamaður þessi þótti heldur sjódeigur og ekki sem bezt starfi sínu vaxinn.
Eitt sinn bar svo til að brotsjór féll inn í skipið um bitann, en bitamaðurinn kærði sig ekkert um faðmlög Ránardætra og hrökklaðist undan fram í skipið. En er hann brölti fram hjá miðskipsmönnunum varð öðrum þeirra, sem þótti heldur tannhvass og níðyrtur, að orði: ,,Þær verða margar munaðarlausar, keilurnar, ef við förumst núna.“