Sigurjón Jóhannsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurjón Jóhannsson.

Sigurjón Jóhannsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, netagerðarmaður fæddist 8. september 1928 á Siglufirði og lést 22. desember 2010.
Foreldrar hans voru Jóhann Pétur Jónsson framkvæmdastjóri, kaupmaður, bæjarfulltrúi, f. 1. desember 1882, d. 11. október 1971, og kona hans Herdís Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1893, d. 23. nóvember 1968.

Börn Herdísar og Jóhanns:
1. Þorsteinn Jóhannsson stýrimaður, f. 8. júní 1927 á Grímsstöðum, drukknaði 22. febrúar 1957.
2. Sigurjón Jóhannsson skipstjóri, f. 8. september 1928 á Siglufirði, d. 22. desember 2010.
Bróðir þeirra samfeðra:
3. Karl Jóhannsson starfsmaður Útlendingaeftirlitsins, f. 7. nóvember 1923, d. 16. september 1997.

Sigurjón var með foreldrum sínum, á Siglufirði og í Eyjum, flutti aftur til Siglufjarðar um 1933.
Hann lauk prófum í Stýrimannaskólanum í Rvk 1951.
Sigurjón hóf sjómennsku 15 ára og stundaði í 45 ár, varð stýrimaður og skipstjóri. Hann vann á netaverkstæðinu á Siglufirði á efri árum.
Þau Ásdís Magnea giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra nýfætt.
Sigurjón lést 2010 og Ásdís Magnea 2020.

I. Kona Sigurjóns, (13. júlí 1957), var Ásdís Magnea Gunnlaugsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, gallerírekandi, f. 18. mars 1939 á Sólbakka í Önundarfirði, d. 25. september 2020. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Jónsson, f. 7. maí 1907, d. 25. október 1974, og Kristín Magnúsdóttir, f. 1. nóvember 1913, d. 25. september 1949.
Börn þeirra:
1. Kristín Sigurjónsdóttir, f. 7. febrúar 1958. Fyrrum maður hennar Þórður M. Sigurðsson. Maður hennar Gunnar Smári Helgason.
2. Jóhann Sigurjónsson, f. 5. desember 1960. Fyrrum kona hans Theresa Chu Sigurjónsson. Kona hans Shirley Sigurjónsson.
3. Herdís Sigurjónsdóttir, f. 8. desember 1965. Maður hennar Erlendur Örn Fjeldsted.
4. Sigurjón Sigurjónsson, f. 23. janúar 1973, d. 26. janúar 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 30. desember 2010. Minning.
  • Morgunblaðið 17. október 2020. Minning Ásdísar Magneu.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.