Sigurgeir Gunnarsson (Godthaab)
Fara í flakk
Fara í leit
Sigurgeir Gunnarsson, (Ameríku-Geiri) sjómaður, öryrki fæddist 7. júlí 1904 og lést 16. apríl 1974.
Foreldrar hans voru Neríður Ketilsdóttir vinnukona, saumakona, f. 5. ágúst 1879, d. 24. júlí 1961, og barnsfaðir hennar Gunnar Jónsson vinnumaður á Heiði og í Hlaðbæ, síðar í Vesturheimi, f. 26. apríl 1879.
Sigurgeir var ókvæntur. Hann bjó síðast á Elliheimilinu Skálholti við Urðaveg 43.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.