Sigurbjörg Jónsdóttir (Eystri-Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurbjörg Jónsdóttir á Eystri-Oddsstöðum, húsfreyja fæddist 31. mars 1873 og lést 21. mars 1949.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Klömbru, f. 18. janúar 1832, drukknaði við lendingu við Eyjafjallasand 19. maí 1890, og kona hans Margrét Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1829, d. 5. apríl 1905.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum í Klömbru 1880, vinnukona hjá ekkjunni móður sinni þar 1890, vinnukona hjá Kristbjörgu systur sinni í Klömbru 1901 og þar var Sigurður Pálsson vinnumaður og Halldóra dóttir þeirra tökubarn. Sigurbjörg var vinnukona hjá systur sinni þar með Halldóru hjá sér 1910 og sama 1920.
Sigurbjörg flutti til Eyja með Halldóru Sigrúnu dóttur sinni 1927, bjó síðan með henni og Einari manni hennar á Eystri-Oddsstöðum.
Þau Sigurður giftu sig 1903, eignuðust tvö börn, en misstu annað þeirra á öðru ári þess.
Sigurbjörg lést 1949.

I. Maður Sigurbjargar, (15. júlí 1903), var Sigurður Pálsson vinnumaður, sjómaður, f. 15. apríl 1870 á Hellnahóli u. Eyjafjöllum, síðast sjómaður í Laufási, d. 19. apríl 1904. Foreldrar hans voru Páll Ólafsson bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum og á Hellnahóli, f. 11. desember 1822, og Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1833, d. 18. nóvember 1914.
Börn þeirra:
1. Guðjón Sigurðsson, f. 21. mars 1900, d. 18. maí 1901.
2. Halldóra Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 4. maí 1901, d. 18. júlí 1994.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.